211. fundur

211. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 26. ágúst 2020 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, Inga Auðunsdóttir, aðalmaður og Elísa Ýr Sverrisdóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitastjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:
1. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mætir á fundinn.
2. Farið yfir málefni vetrarins.
3. Önnur mál.

Afgreiðslur:
1. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mætir á fundinn. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi boðaði forföll og 1. lið frestað.
2. Farið yfir málefni vetrarins. Búið er að framlengja samning við Guðrúnu Ósk Steinbjörnsdóttir sem hefur starfað á fjölskyldusviði sl. ár að skólaþróunarverkefni. Fram í nóvember mun Guðrún Ósk sinna verkefnum sem snúa að menntastefnu sveitarfélagsins einnig sinnur hún verkefnum sem tengjast leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og fl. Hafin er vinna við gerð menntastefnu fyrir öll skólastig í sveitarfélaginu. Í vetur verður innleidd stefna um jákvæðan aga í leik- og grunnskóla.
3. Önnur mál.
Ekkert var undir þessum lið.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt.


Fundi slitið kl. 16:16

Var efnið á síðunni hjálplegt?