Dagskrá:
- Yfirlit frá grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla um mannahald, nemendafjölda, helstu áherslur og/eða breytingar í starfi og gert grein fyrir innleiðingu á jákvæðum aga.
- Starfsáætlun fræðsluráðs.
Afgreiðslur:
Formaður setti fund og bauð fulltrúa velkomna til starfa.
1. Yfirlit frá grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla um mannahald, nemendafjölda, helstu áherslur og/eða breytingar í starfi og gert grein fyrir innleiðingu á jákvæðum aga.
a. Grunnskóli. 24 kennarar og leiðbeinendur við störf. Nær allir leiðbeinendur eru í kennararámi. Í skólanum eru 9 stuðningsfulltrúar og 5 aðrir starfsmenn. Nemendur eru 135. Aukin áhersla er lögð á teymiskennslu og fastir samráðsfundir hafa verið settir niður, stigsfundir eru reglulegir með öllum sem starfa á hverju stigi. Breyting er á vinnufyrirkomulagi stuðningsfullltrúa og þeir starfa nú eftir stigum en ekki settir á bekki eða einstaka nemendur. Valgreinakynning er nýmæli. Kynning fór fram í vikunni og nemendur velja eftir að þeir eru komir í skólann að hausti. Skólastjóri benti sérstaklega á samvinnu við leikskóla og eldri borgara í vali. Námskeið í jákvæðum aga var í upphafi skólaárs og kennarar hafa verið með hópefli fyrir nemendur eftir að kennsla hófst.
b. Leikskóli. Stöðugildi eru 17,3, þar af 11,3 leiðbeinendur. Einn menntaður leikskólakennari er í skólanum, en nokkrir eru í námi. Einn starfsmaður er í framhaldsnámi. Gert er ráð fyrir að nemendur verði 60 en í upphafi starfsárs eru þeir 48. Breytingar voru gerðar á innra starfi í haust og nemendur byrja daginn með sínum jafnöldrum. Flæði tekur við eftir morgunmat og hádegismatur er nú borðaður á hverju stigi fyrir sig. Hvíldinni hefur verið breytt, nú er hún stillt eftir þörfum nemenda og aldri. Eftir hvíld er ekki flæði og þess í stað er komið stýrðara hópastarf undir leiðsögn kennara. Breytingarnar hafa gengið vel. Einnig sagði leikskólastjóri frá valgrein fyrir unglinga í leikskólanum og elsti árgangur tekur þátt í berjaferð yngsta stigs grunnskóla. Einnig er verið að prófa örfundi til að auka formlegt samstarf starfsmanna í starfi. Allir starfsmenn sóttu námskeið í jákvæðum aga í upphafi starfsárs. Nýliðum er sérstaklega kynnt stefna um jákvæðan aga. Skólinn er vel mannaður og starfsandi góður.
c. Tónlistarskóli. Skólastjóri sagði frá vinnu við skiplag stundaskrár og mönnun fyrir veturinn. Nemendafjöldi liggur ekki endanlega fyrir en kennsla hófst í vikunni. Fræðsluráð fagnar því að kennsla nemenda á leikskólaaldri er að hefjast á ný. Starfsmenn eru 3 til viðbótar við skólastjóra og eftir á að ráða a.m.k. einn í viðbót. Skólastjóri sagði frá tækifærum í samstarfi við grunnskóla, t.d. samsöng, tónfundum í hádegi o.fl.
Eydís Bára Jóhannsdóttir, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Þorsteinn Árni Þóruson, Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir, Kristinn Arnar Benjamínsson og Pálína Fanney Skúladóttir sátu fundinn undir þessum lið.
2. Starfsáætlun fræðsluráðs.
Farið yfir drög að starfsáætlun og rætt um áherslur.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:32