148. fundur

148. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 13:00 fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Ragnarsson, formaður,Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, Þórarinn Óli Rafnsson aðalmaður og  Matthildur Hjálmarsdóttir, aðalmaður.  Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður boðaði forföll, varamenn komust ekki.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Dagskrá:                                                           

  1. Forðagæsla og skráning bústofns. 
  2. Fuglaveiði.
  3. Önnur mál  

 

Afgreiðslur:

  1. Forðagæsla og skráning bústofns.  Sveitarstjóri fór yfir samskipti við Guðrúnu Vöku Steingrímsdóttur lögfræðing Bændasamtaka Íslands frá síðasta fundi.  Guðrún er að vinna í málinu og er niðurstöðu að vænta fljótlega.    
    Rætt um að virkja heimild í samþykkt um búfjárhald í Húnaþingi vestra, 3. grein, um takmörkun á búfjárhaldi og skilyrði til búfjárhalds utan lögbýla.
  1. Fuglaveiði.  Bréf frá Júlíusi Guðna Antonssyni veiðieftirlitsmanni.  Í bréfinu er hvatt til umræðu og stefnumótunar um með hvaða hætti staðið verði að skotveiðileyfum í löndum sveitarfélagsins.  Landbúnaðarráð fagnar erindinu og þeim hugmyndum sem þar koma fram.  Sveitarstjóra falið að fá Júlíus Guðna á næsta fund ráðsins.     
  2. Önnur mál.
    1. Rætt um förgun dýrahræja og hvaða lausnir eru fyrir hendi.  Niðurstöður starfshóp Umhverfisráðuneytisins, sem skipaður var í júlí árið 2012 sem á að fjalla um lausnir fyrir áhættusaman sláturúrgang og dýrahræ, liggja ekki fyrir.   
    2. Hundahald.  Ný reglugerð um velferð gæludýra var sett í janúar 2016.  Rætt um hvort þurfi að taka upp samþykkt um gæludýrahald í Húnaþingi vestra til samræmis.  Málinu frestað til næsta fundar.

         Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:47

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?