152. fundur

152. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 23. ágúst 2017 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Ragnarsson, formaður, Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, Matthildur Hjálmarsdóttir, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður. Þórarinn Óli Rafnsson aðalmaður mætti ekki og boðaði ekki forföll.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1.  Staða sauðfjárræktar

Landbúnaðarráð tekur heilshugar undir bókun byggðarráðs Húnaþings vestra frá 21. ágúst sl. og gerir að sinni. 

Að auki bendir landbúnaðarráð Húnaþings vestra á að samkvæmt minnisblaði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er meðal tekjutap á hvert sauðfjárbú í sveitarfélaginu um 2.000.000 á árinu 2017 ef miðað er við það verð sem fékkst fyrir afurðir árið 2015.  Sauðfjárbú í Húnaþingi vestra eru 93 með um 330 íbúum.  Fyrir meðalheimili er þessi tekjumissir meiri en flest heimili ráða við, sérstaklega þar sem ekki er fyrirsjáanlegt að breyting verði á í nánustu framtíð.

Landbúnaðarráð hvetur forsvarsmenn bænda og afurðastöðva, landbúnaðarráðherra og ráðherra byggðamála, og alþingismenn að setja kraft í að leysa vanda sauðfjárbænda með farsælum hætti. 

2.  Önnur mál

Rjúpnaveiði.  Rætt var um fyrirkomulag rjúpnaveiði í haust.  Ákveðið að hafa sama fyrirkomulag og á síðasta ári.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:10

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?