155. fundur

155. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 6. desember 2017 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Ragnarsson, formaður, Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, Hannes Pétursson, varamaður, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður og Þórarinn Óli Rafnsson aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Afgreiðslur:

 

1.  Fram lagðar umsóknir frá aðilum er vilja stunda vetrarveiðar á ref í Húnaþingi vestra til 15. apríl nk. Umsóknir bárust frá eftirtöldum aðilum:

  • Björn Viðar Unnsteinsson - Vesturhóp
  • Elmar Baldursson - Vatnsnes
  • Guðmundur Pálsson  - Víðidalur
  • Hannes Guðmundur Hilmarsson - Hrútafjörður vestan
  • Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson - Vatnsnes
  • Jón Kristján Sæmundsson (og Tómas Gunnar) - Hrútafjörður austan
  • Þorbergur Guðmundsson - Miðfjörður

Landbúnaðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera samninga við eftirtalda umsækjendur að uppfylltum skilyrðum sem koma fram í auglýsingu um vetrarveiði á ref:

  • Björn Viðar Unnsteinsson - Vesturhóp
  • Elmar Baldursson- Vatnsnes
  • Guðmundur Pálsson - Víðidalur
  • Hannes Guðmundur Hilmarsson - Hrútafjörður vestan
  • Jón Kristján Sæmundsson (og Tómas Gunnar) - Hrútafjörður austan
  • Þorbergur Guðmundsson - Miðfjörður

Samningarnir gildi til 15. apríl nk.  Samningshafar skuli hafa skilað inn skottum og reikningum í síðasta lagi 25. maí 2018.  Sama fyrirkomulag verður á veiðunum og í fyrra eða 8.000 kr. fyrir hvern ref. Greitt verður að hámarki fyrir 17 dýr á hverju svæði til 15. febrúar 2018.  Ef fjárveiting til vetrarveiði er ekki fullnýtt á þeim tíma verður greitt fyrir umfram dýr á meðan fjárveiting leyfir.

2.  Önnur mál. 
Engin önnur mál

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:17 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?