165. fundur

165. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 6. febrúar 2019 kl. 13:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Erla Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður, Guðrún Eik Skúladóttir, aðalmaður, Halldór Pálsson, aðalmaður og  Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1. Grenjavinnsla.  Þorbergur Guðmundsson kemur á fundinn og ræðir um vetrarveiði.  Mikil fjölgun virðist vera á dýrum. 

Lagt fram bréf frá ábúendum og eigendum jarða við sunnanvert Vatnsnesfjall en í bréfinu er farið fram á að veiðar á refi á sunnanverðu Vatnsnesfjalli og landi sunnan þjóðvegar í Línakradal verði teknar til endurskoðunar. 

Ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun samninga um grenjavinnslu, vetrarveiði og almennt fyrirkomulag veiðanna, svæðaskiptingu og fjölda veiðimanna.

 

 2. Önnur mál

Engin önnur mál.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 15:05

Var efnið á síðunni hjálplegt?