169. fundur

169. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 3. júlí 2019 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Erla Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður, Guðrún Eik Skúladóttir, aðalmaður, Halldór Pálsson, aðalmaður og Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Dagskrá:                                                           

  1. Úthlutun fjármagns til viðhalds samgönguleiða.
  2. Drög að reglum um refa og minkaveiðar.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

1.    Úthlutun fjármagns til viðhalds samgönguleiða.

Borist hefur tölvubréf og í framhaldi af því staðfesting símleiðis frá Vegagerðinni, þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið úthlutun til styrkvega árið 2019 kr, 3.500.000. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2019 er samþykkt að veita kr. 2.200.000 til styrkvega.  Til viðhalds styrkvega á árinu 2019 eru því kr. 5.700.000.        
Eftirfarandi tillaga um skiptingu fjárins var samþykkt samhljóða:

a)  Til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði           kr.   2.000.000
b)  Til sérverkefnis á Víðidalstunguheiði

v/skemmda v. brots á akstursbanni         kr.   1.000.000

c)  Til afréttavega í Miðfirði                                kr.   1.200.000
d)  Til afréttavega í Hrútafirði                             kr.      950.000
e)  Til vegar yfir Brandagilsháls                          kr.      300.000
f)  Til vegar upp á Vatnsnesfjall                          kr.      250.000

Viðkomandi fjallskilastjórnir sjái um framkvæmdir á afréttarvegum hver á sínu svæði að öðru leyti en því að sveitarstjóra er falið að fá verktaka í viðhald vegar yfir Brandagilsháls.

 

2.      Drög að reglum um refa og minkaveiðar í Húnaþingi vestra.

Umræðum frestað til næsta fundar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:57

Var efnið á síðunni hjálplegt?