186. fundur

186. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 25. ágúst 2021 kl. 13:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Sigríður Ólafsdóttir, varamaður, Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, Guðrún Eik Skúladóttir, aðalmaður og Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Dagskrá:

  1. Söfnun og förgun dýrahræja.

 

 

Afgreiðslur:

 

  1. Söfnun og förgun dýrahræja. Fyrir fundinum lá minnisblað unnið af umhverfisstjóra. Minnisblaðið er byggt á upplýsingum frá sveitarfélögum og í því er lagt mat á kostnað og útfærslu við söfnun dýrahræja í Húnaþingi vestra. Sveitarstjóra og umhverfisstjóra falið að vinna málið áfram.

 

 

Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 14:46

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?