197. fundur

197. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 4. janúar 2023 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Sigríður Ólafsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson varaformaður, Halldór Pálsson aðalmaður, Dagbjört Diljá Einþórsdóttir aðalmaður og Ármann Pétursson varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir.

Dagskrá:

  1. Heiðargirðingar uppgjör 2022.
  2. Erindi vegna fjallskila.

 

Afgreiðslur:

  1. Heiðargirðingar uppgjör 2022. Lagt fram til kynningar.
  2. Erindi vegna fjallskila. Lögð fram frekari fyrirspurn frá Hanný Norland vegna fyrirkomulags fjallskila á Vatnsnesi. Áður á dagskrá 196. fundar. Landbúnaðarráð ítrekar fyrri svör. Fyrirspyrjandi spyr einnig um tengsl landnýtingar og gæðastýringar í sauðfjárframleiðslu. Landbúnaðarráð leggur áherslu á að framkvæmd fjallskila hvílir á öðrum lagagrunni en gæðastýring í sauðfjárrækt. Ákvæði laga um afréttarmálefni og fjallskil kveða m.a. á um skyldur sem fylgja eignarhaldi á landi og ábyrgð sveitarfélags að skipuleggja fjallskil. Sveitarfélög hafa ekki með höndum eftirlit með gæðastýringu í sauðfjárrækt og getur sveitarfélagið því ekki svarað fyrirspurn sem beinist sérstaklega að henni.

Landbúnaðarráð samþykkir drög að svarbréfi og felur sveitarstjóra að senda það fyrirspyrjanda.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 13:31.

Var efnið á síðunni hjálplegt?