Oddviti setti fund. Oddviti bar upp tillögu um að bæta á dagskrá sem 5. dagskrárlið breyttan tíma næsta sveitarstjórnarfundar. Tillagan samþykkt samhljóða.
1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 935. fundar frá 13. febrúar sl. Fundargerð í 9 liðum.
2. dagskrárliður 1701046, samkomulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Húnaþings vestra, um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra borinn undir atkvæði. Samþykktur með 7 atkvæðum.
6. dagskrárliður 1702021 umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir lið fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 280. fundar frá 2. mars sl. Fundargerð í 6 liðum.
1. dagskrárliður nr. 1510031.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis aftur til afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með tillögu að breytingu á skilgreiningu lóðar að Höfðabraut 28 úr atvinnulóð í íbúðarlóð.
Samþykkt með 7 atkvæðum.
3. dagskrárliður erindi 1702005 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður erindi 1703001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6. dagskrárliður erindi 1613002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 179. fundar frá 15. febrúar sl. Fundargerð í 3 liðum.
Eftirfarandi bókun lögð fram vegna 3. dagskráliðar „Sveitarstjórn óskar handhöfum samfélagsviðurkenninga til hamingju með viðurkenninguna og þakkar þeim fyrir framlag þeirra í þágu samfélagsins í Húnaþingi vestra.“ Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 147. fundar frá 14. febrúar sl. Fundargerð í 2 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Vegna páskaleyfis er borin upp tillaga um að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn þriðjudaginn 11. apríl nk. kl 15:00. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
6. Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.15:29