Oddviti setti fund.
1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 936. fundar frá 13. mars sl. Fundargerð í 15 liðum.
3. dagskrárliður Úthlutanir á lóðum að Bakkatúni 10, Bakkatúni 8 og Kirkjuhvammsvegi 4 bornar undir atkvæði og samþykktar með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
13. dagskráliður-Samgöngumál. „Byggðarráð Húnaþings vestra lýsir yfir vonbrigðum með stöðu samgöngumála á landinu. Miðað við nýjust fréttir um skort á fjármagni til þegar samþykktra framkvæmda er ljóst að hin fjögurra mánaða gamla samgönguáætlun sem afgreidd var á síðasta þingi er í algeru uppnámi. Ekki aðeins þau verkefni sem útlit er fyrir að verði skorin niður á þessu ári, heldur áætlunin öll. Samkvæmt þeim upplýsingum sem byggðarráð fékk á fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir skömmu höfðu þeir nánast ekki úr neinu að spila í almennt viðhald, hvað þá nýframkvæmdir. Síðan sá fundur átti sér stað hefur enn frekar verið skorið niður.
Byggðarráð skorar á stjórnvöld að finna nú í eitt skipti fyrir öll lausn á þeim brýna vanda sem skapast hefur í samgöngumálum. Ekki er aðeins um öryggismál að ræða fyrir íbúa og ferðamenn á landinu heldur einnig brýnt byggðamál þar sem langlundargeð íbúa þar sem ástandið er verst er fyrir löngu þrotið.“
Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir og áhyggjur byggðarráðs varðandi samgöngumál og skorar á stjórnvöld að finna lausn á þeim brýna vanda sem skapast hefur í samgöngumálum.
Fundargerð 937. fundar frá 27. mars sl. Fundargerð í 12 liðum.
4. dagskrárliður úthlutun lóða við Lindarveg 16,18,20,22,24,26 og 28 borin undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 938. fundar frá 3. apríl sl. Fundargerð í 10 liðum.
2. dagskrárliður Borðeyri-skólahald. Fyrir fundinum liggur tillaga byggðarráðs um skólahald á Borðeyri: „Þann 26. nóvember 2015 ákvað sveitarstjórn á 262. fundi sínum að lágmarksfjöldi barna í starfsstöð Grunnskóla Húnaþings vestra á Borðeyri væri sex. Þann 6. júní 2016 samþykkti byggðarráð að veita undanþágu frá viðmiði sveitarstjórnar um lágmarksfjölda nemenda og hafa óbreytt fyrirkomulag skólahalds á Borðeyri skólaárið 2016-2017. Var sú ákvörðun tekin á grundvelli þess að þá lá fyrir að skólaárið 2017-2018 uppfyllti reglur um nemendafjölda. Nú liggur fyrir að breyting hefur orðið á og yrðu þrjú börn í grunnskólanum á Borðeyri skólaárið 2017-2018, þarf af eitt úr fyrrum Bæjarhreppi, og eitt barn skólaárið 2018-2019.
Eindreginn vilji byggðarráðs og sveitarstjórnar hefur verið til þess að halda úti skólastarfi á Borðeyri eins lengi og þess er nokkur kostur og hafa bókanir frá því í nóvember 2015 og júní 2016 borið þess glöggt merki. Með fækkun nemenda umfram það sem áætlað var þegar ákvörðun um lágmarksfjölda nemenda var tekin er hins vegar komin upp breytt staða ef horft er til m.a. félagslegra og faglegra sjónarmiða. Því leggur byggðarráð til við sveitarstjórn í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar frá 26. nóvember 2015 að leggja niður skólahald á Borðeyri að yfirstandandi skólaári liðnu og að þeim starfsmönnum sem nú starfa við starfsstöðina á Borðeyri verði boðið sambærilegt starf við starfsstöðina á Hvammstanga. Þar með fer allt skólastarf í Húnaþingi vestra fram á Hvammstanga. Í samræmi við fyrrnefnda bókun sveitarstjórnar frá því í nóvember 2015, mun starfsemi leikskólans Ásgarðs á sama tíma leggjast af á Borðeyri“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. dagskrárliður Lögð fram eftirfarandi tillaga „Sveitarstjórn samþykkir þátttöku í málsókn í samstarfi við Sveitarfélagið Borgarbyggð, Sveitarfélagið Skagafjörð, Blönduósbæ, Rangárþing eystra, Dalabyggð, Hveragerðisbæ, Vesturbyggð, Árborg, Stykkishólmsbæ og Grundafjarðarbæ vegna ágreinings um hvernig tekjuauki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem rekja má til áhrifa laga nr. 139/2013 um tekjuaðgerðir ríkissjóðs, verði greiddur“. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir lið fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 281. fundar frá 6. apríl sl. Fundargerð í 14 liðum.
1. dagskrárliður erindi 1510031. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga. Framlögð gögn eru greinargerð dags. 9. mars 2017 og deiliskipulagsuppdráttur Landmótunar dags. 2. febrúar 2017, með síðari breytingum. Deiliskipulagssvæðið liggur vestan Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabrautar á Hvammstanga og er um 11 ha. að stærð. Samkvæmt Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 er svæðið skilgreint sem hafnarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði með mögulega annarri nýtingu að ákveðnu marki s.s. fyrir íbúðarhús.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar og auglýsa tillöguna skv. 41. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
2. dagskráliður erindi 1601024. Borgarvirki, deiliskipulag. Skipulagstillagan var auglýst frá 13. desember 2016 með athugasemdafresti til 25. janúar 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Sjónaukanum. Skipulagsgögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Húnaþings vestra og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Umsagnir / athugasemdir bárust frá þremur aðilum. Útdráttur úr innsendum athugasemdum og svör skipulags- og umhverfisráðs eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins merkt ,,Borgarvirki deiliskipulag - athugasemdir og svör, dags 6. apríl 2017".
Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum deiliskipulagstillöguna þannig breytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar eins og 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 mælir fyrir um.
3. dagskrárliður erindi 1703031 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður erindi 1703047 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður erindi 1610003 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6. dagskrárliður erindi 1703046 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
7. dagskrárliður erindi 1703010 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
8. dagskrárliður erindi 1703048 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
9. dagskrárliður erindi 1704001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
10. dagskrárliður erindi 1704003 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
11. dagskrárliður erindi 1704005 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
12. dagskrárliður erindi 1704006 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
13. dagskrárliður erindi 1704007 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
Gunnar Þorgeirsson vék af fundi við afgreiðslu dagskrárliða 9 , 11 og 13 vegna vanhæfis.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 180. fundar frá 15. mars sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 180. fundar frá 15. mars sl. Fundargerð í 4 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 181. fundar frá 5. apríl sl. Fundargerð í 3 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 148. fundar frá 14. mars sl. Fundargerð í 3 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Fundargerðir ungmennaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 42. fundar frá 16. febrúar sl. Fundargerð í 3 liðum.
Sveitarstjórn bendir ungmennaráði á að til þess að fundur sé löglegur þurfa að lágmarki að mæta 3 fulltrúar á fundinn.
Fundargerð 43. fundar frá 16. mars sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Lögð fram drög að „Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Húnaþings vestra“
Drögin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2016, fyrri umræða.
Mættur er á fundinn Kristján Jónasson, endurskoðandi. Kristján lagði fram og skýrði ársreikninginn ásamt skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2016. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.
Að loknum umræðum lagði oddviti fram eftirfarandi tillögu „ Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2016 til síðari umræðu þann 11. maí nk.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:51