284. fundur

284. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn föstudaginn 26. maí 2017 kl. 17:15 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Jóna Rósinberg varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður, Ingimar Sigurðsson aðalmaður og Gunnar Þorgeirsson aðalamaður. Unnur Valborg Hilmarsdóttir oddviti,  sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir
  1. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
    Fundargerð 283. fundar
    frá 22. maí sl. Fundargerð í  5 liðum.

1. dagskrárliður erindi 1705021 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.  

2. dagskrárliður erindi 1610003 Þúfa veiðihús, niðurstaða grenndarkynningar. Lögð fram eftirfarandi tillaga „ Sveitarstjórn samþykkir umsögn nefndarinnar um athugasemd sem barst og staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.“ Samþykkt með 6 atkvæðum, Gunnar Þorgeirsson vék að fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.  
4. dagskrárliður erindi 1705001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum
5. dagskrárliður erindi 1611037 tillaga að deiliskipulagi Kolugljúfurs.
Lögð fram eftirfarandi tillaga „ Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillögu Kolugljúfurs skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og forsendur hennar fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.17:27

Var efnið á síðunni hjálplegt?