285. fundur

285. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 8. júní 2017 kl. 15:30 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir oddviti, Elín Jóna Rósinberg varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir aðalmaður, Ingimar Sigurðsson aðalmaður, Magnús Eðvaldsson, varamaður og Sigríður Elva Ársælsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Oddviti setti fund.   

Oddviti óskaði eftir að taka á dagskrá sem 10. lið sumarfrí sveitarstjórnar.  Samþykkt með 7 atkvæðum

1.  Kosning í byggðarráð Húnaþings vestra
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Byggðaráð til eins árs, aðalmenn:
Elín Jóna Rósinberg (N), formaður
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (N), varaformaður
Elín R. Líndal (B)

Byggðaráð til eins árs, varamenn
Sigurbjörg Jóhannesdóttir (N)
Gunnar Þorgeirsson (N)
Ingimar Sigurðsson (B)

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

2.  Kosning eins aðalmanns í Fjallskilastjórn Hrútfirðinga
Fyrir fundinum liggur fyrir bréf frá Matthildi Hjálmarsdóttur þar sem hún segir sig úr stjórn Fjallskilastjórnar Hrútfirðinga, að austan af persónulegum ástæðum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:  Lagt til að fyrsti varamaður B-lista í stjórn Fjallskilastjórnar Hrútfirðinga að austan, Árni Jón Eyþórsson, taki sæti sem aðalmaður.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.  Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 940. fundar frá 29. maí sl. Fundargerð í 19 liðum.
2. dagskrárliður. Flutningur mötuneytis grunnskólans í Félagsheimilið á Hvammstanga.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. dagskrárliður. Beiðni um fjárveitingu til kaupa á hlaupabretti.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum
11. dagskrárliður.  Erindi frá Reynd að smíða ehf.  
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12. dagskrárliður.  Erindi Starfsmannafélags Húnaþings vestra, reglur um styrki til líkamsræktar til starfsmanna Húnaþings vestra.  Afgreiðsla byggðarráðs og reglur um styrk til starfsmanna Húnaþings vestra vegna líkamsræktar bornar undir atkvæði og samþykktar með 5 atkvæðum.  Magnús Eðvaldsson og Sigríður Elva Ársælsdóttir víkja af fundi við afgreiðslu þessa dagskráliðar.
14. dagskrárliður. Reglur um veitingu launalausra leyfa starfsmanna Húnaþings vestra.
Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar með 5 atkvæðum.  Magnús Eðvaldsson og Sigríður Elva Ársælsdóttir viku af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
18. dagskrárliður.  Reglur um styrki til elli- og örorkulífeyrisþega vegna garðsláttar.
Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar með 7 atkvæðum.
19. dagskrárliður.  Ósk um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og staðfest með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

4.  Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 284. fundar
frá 1. júní sl. Fundargerð í  13 liðum.
1. dagskrárliður erindi 1705041 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.  
2. dagskrárliður erindi 1705042 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
3. dagskrárliður erindi 1705051 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður erindi 1507015 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður erindi 1702005 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6. dagskrárliður erindi 1704005 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
7. dagskrárliður erindi 1705004 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
8. dagskrárliður erindi 1612050 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
9. dagskrárliður erindi 1705005 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10. dagskrárliður erindi 1706001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
11. dagskrárliður erindi 1706002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum. Elín R. Líndal vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskráliðar.
12. dagskrárliður erindi 1706005 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 182. fundar frá 7. júní sl.Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.  Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 150. fundar
frá 7. júní sl. 
1. dagskrárliður.  Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðargirðinga.  Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3a. dagskrárliður.  Fyrirkomulag gæsaveiða í eignarlöndum Húnaþings vestra haustið 2017.  Reglur um fyrirkomulag gæsaveiða í eignarlöndum Húnaþings vestra haustið 2017 bornar undir atkvæði og samþykktar með 7 atkvæðum

 Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

7.  Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti
Fundargerð 44. fundar
frá 18. maí sl. Fundargerð í 4 liðum
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.  Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017
Viðauki nr. 2
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 að upphæð kr. 1.150.000 sem færist á eignfærða fjárfestingu hjá eignasjóði vegna kaupa á nýju hlaupabretti í Íþróttamiðstöð.  Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðauki nr. 3
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 að upphæð kr. 7.500.000 sem færist á eignfærða fjárfestingu hjá eignasjóði vegna vanáætlaðs kostnaðar við endurnýjun gólfs í íþróttahúsi.  Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðauki nr. 4
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 að upphæð kr. 9.500.000 sem færist á eignfærða fjárfestingu hjá eignasjóði til kaupa á landspildu/lóðum á Laugarbakka  úr landi Syðri Reykja þar sem nú  er byggðin í norðurhluta þorpsins.  Húnaþing vestra á nú þegar  allar lóðir í syðri hlutanum og því væri hagræði varðandi skipulag og þjónustu að allt svæðið væri í eigu sveitarfélagsins.
Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.  Sveitarstjóra falið að undirrita samning um lóðakaupin. 
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

 9.  Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

10.  Sumarfrí sveitarstjórnar.   Lögð fram eftirfarandi tillaga “ Sveitarstjórn samþykkir sumarfrí sveitarstjórnar  í júlí og ágúst.  Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður 14. september nk.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:10

Var efnið á síðunni hjálplegt?