286. fundur

286. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 14. september 2017 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Unnur Valborg Hilmarsdóttir oddviti, Elín Jóna Rósinberg varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir aðalmaður, Ingimar Sigurðsson aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður.

Starfsmenn


Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Oddviti setti fund.   

  1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
    Fundargerð 947. fundar
    frá 11. september sl. Fundargerð í 5 liðum.
    2. dagskrárliður. Samningur milli sveitarfélaganna Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk með gildistíma 1. janúar 2017 til 31. desember 2019 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.    

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 184. fundar frá 12. september sl.   Fundargerð í 4 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 3.Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

 Fundargerð 287. fundar frá 12. september sl. Fundargerð í 7 liðum.

1. dagskrárliður erindi  1510031 tekinn fyrir. Deiliskipulag yfir hafnarsvæðið á Hvammstanga.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun: „Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags-  og umhverfisráðs með fyrirvara  um breytingar sem gera þarf á tillögunni fyrir auglýsingu. Sveitarstjórn samþykkir einnig að tillaga að deiliskipulagi verði endurauglýst skv. 1. og 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að undangengnum íbúafundi eða opins húss um tillöguna og þær breytingar sem gerðar verða á henni.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2. dagskrárliður erindi  1611037  sem var áður á dagskrá á 944. fundi byggðarráðs, tekinn fyrir. Vegna breytinga á greinargerð og skipulagsuppdrætti eftir samþykkt byggðarráðs, er skipulagið lagt fram að nýju. Athugasemd frá heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra barst eftir að auglýsingartími var liðinn. Útdráttur athugasemdar og svör er að finna í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 12. september síðastliðnum.

Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum deiliskipulagstillöguna þannig breytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar eins og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

3. dagskrárliður erindi  1705001  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður erindi  1709007  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður erindi  1708054  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

6. dagskrárliður erindi  1708002  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017

 Viðauki nr. 5

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 að upphæð kr. 4.000.000 sem færist á eignfærða fjárfestingu hjá eignasjóði vegna gatnagerðar við Lindarveg.  Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Úthlutun úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra.

Sigurbjörg Jóhannesdóttir tekur við stjórn fundarins undir þessum lið.

Fjórar umsóknir bárust.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að úthlutun:
Ferðamálafélag Húnaþings vestra, verkefni: App fyrir Vatnsnes og nágrenni  kr. 300.000.
Guðmundur Haukur Sigurðsson, verkefni:  Húnaþing vestra viðkomustaður allt árið kr. 700.000.
Þorvaldur Björnsson,  verkefni: Endurreisn vigtarhússins: kr. 0. 
Gerður Rósa Sigurðardóttir, verkefni:  Skrúðvangur gróðurhús  kr. 1.000.000.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum.
Elín Jóna Rósinberg, Elín R. Líndal og Unnur Valborg Hilmarsdóttir viku af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.
 

6. Skýrsla sveitarstjóra.

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.16:10

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?