287. Fundur

287. Fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 12. október 2017 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir oddviti, Elín Jóna Rósinberg varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður.  Ingimar Sigurðsson aðalmaður er á fundinum í síma.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Oddviti setti fund.   

1.   Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 948. fundar
frá 25. september sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.   Fundargerð 949. fundar frá 25. september sl. Fundargerð í 10 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.   Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 288. fundar
frá 10. október sl. Fundargerð í 7 liðum.

1. dagskrárliður erindi  1709061 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.  Ingimar Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskráliðar.

2. dagskrárliður erindi  1710006  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður erindi  1703001  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður erindi  1706024  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

6. dagskrárliður erindi  1710007, 1710008 og 1710009 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

4.   Kjörskrá til alþingiskosninga 28. október 2017.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagða kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 28. október 2017. Á kjörskrá eru 900 einstaklingar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra undirritun og framlagningu kjörskrár. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra jafnframt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna 28. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

5.    Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.15:43

Var efnið á síðunni hjálplegt?