288. fundur

288. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 31. október 2017 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti, Elín Jóna Rósinberg, varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Magnús Eðvaldsson, varamaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður og Ingimar Sigurðsson aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Oddviti setti fund.   

  1. 1709067   Ráðning í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
    Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu: „Starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er eitt af mikilvægustu störfum sveitarfélagsins og því ljóst að vanda verður mjög vel til verka við ráðningu.  Var því fengin ráðningastofa til að sjá um ráðningaferlið og voru að lokum tveir aðilar metnir hæfastir.  Þar sem niðurstöður eru ekki afgerandi telur meirihlutinn rétt að afla þurfi frekari skýringa og mats á umsækjendum.  Oddvita er falið að leita  til óðháðs þriðja aðila sem gert yrði af fara yfir hæfnismatið og staðfesta það og / eða gera á því rökstuddar breytingar ef þurfa þykir.  Sveitarstjórn mun í kjölfarið taka ákvörðun um hvaða umsækjandi verður ráðinn.  Áhersla verður lögð á að flýta því ferli eins og kostur er“. 
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum þrír greiddu atkvæði á móti tillögunni.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:19

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?