Oddviti setti fund.
1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 950. fundar frá 18. október sl. Fundargerð í 6 liðum.
6. dagskrárliður úthlutun byggingalóðar undir einbýlishús að Lindarvegi 10 til Sveins Inga Bragasonar og Erlu Bjargar Kristinsdóttur borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 951. fundar frá 30. október sl. Fundargerð í 6 liðum.
5. dagskrárliður drög að lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög á Norðurlandi vestra borinn undir atkvæði. Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti
Fundargerð 289. fundar frá 2. nóvember sl. Fundargerð í 7 liðum.
1. dagskrárliður 1710014 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður 1711001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður 1711002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6. dagskrárliður 1711003 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
7. dagskrárliður 1711005 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerðir félagsmálaráðs, oddviti kynnti
Fundargerð 184. fundar frá 27. september sl. Fundargerð í 7 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 185. fundar frá 25. október sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 153. fundar frá 18. október sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 185. fundar frá 1. nóvember sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2017
Viðauki nr. 6
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017. Um er að ræða tilfærslur milli málaflokka, sjá meðfylgjandi sundurliðun og hefur viðaukinn því ekki áhrif á heildarniðurstöðu áætlunarinnar.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:03