- Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 958. fundar frá 3. janúar sl. Fundargerð í 10 liðum.
2. dagskrárliður. Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun við 2. dagskrárlið um samstarfssamning um skipan heilbrigðisnefndar og rekstur Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra „Sveitarstjórn samþykkir samstarfssamninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann“. Tilagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti
Fundargerð 291. fundar frá 4. janúar sl. Fundargerð í 10 liðum.
1. dagskrárliður 1712020 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
2. dagskrárliður 1801001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
3. dagskrárliður 1609096 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður 1710002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6. dagskrárliður 1704006 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
7. dagskrárliður 1712019 Afgreiðsla 7. dagskrárliðar frestað.
9. dagskrárliður 1801003 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 156. fundar frá 3. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun við 4. lið „Sveitarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun landbúnaðarráðs um EFTA dóm um innflutning á fersku kjöti.
„Landbúnaðarráð Húnaþings vestra óskar nýjum landbúnaðarráðherra velfarnaðar í starfi. Jafnframt er hann hvattur til að standa með íslenskum bændum, búfénaði og neytendum í kjölfar EFTA-dóms varðandi innflutning á fersku kjöti, með því að tryggja sjúkdómavarnir landsins og þar með áframhaldandi heilnæmi þeirrar vöru sem til boða stendur á íslenskum markaði. Heilbrigði hinna íslensku búfjárstofna, sem og hverfandi notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi, er auðlind sem ekki ber að vanmeta og getur skipt sköpum þegar litið er til framtíðar, bæði varðandi afkomu bænda sem og kostnað við heilbrigðiskerfi landsins í framtíðinni.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 186. fundar frá 20. desember sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 186. fundar frá 20. desember sl. Fundargerð í 4 liðum
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 46. fundar frá 29. nóvember sl. Fundargerð í 1 lið.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Prókúra sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að sveitastjórn veiti sveitastjóra heimild til að gefa Ingibjörg Jónsdóttur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs prókúru að bankareikningum sveitarfélagsins og undirfyrirtækja. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018.
Sveitastjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 að upphæð kr. 3.000.000 sem færist á eignfærða fjárfestingu hjá eignasjóði vegna nýs körfubíls fyrir slökkvilið Húnaþings vestra. Kostnaði verður mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitastjóra falið að undirrita samning um kaup á bílnum. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:43