Oddviti setti fund.
Oddviti óskaði eftir að taka á dagskrá sem 7. lið, erindi nr. 1601024 úr fundargerð 281. fundar skipulags- og umhverfisráðs. Samþykkt með 7 atkvæðum.
- Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 959. fundar byggðarráðs frá 29. janúar sl. Fundargerð í 14 liðum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun við 14. lið: „Samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga. Lagt fram samkomulag milli Húnaþings vestra og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga um framlög Húnaþings vestra til A-deildar Brúar vegna samkomulags milli Bandalags háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Kennarasambands Íslands annars vegar og fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga hinsvegar sem undirritað var 19. september 2016. Markmið þess samkomulags var að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Samhliða þessu samkomulagi gerðu fjármála- og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samning um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar með fjárframlögum til sjóðanna, dags. 19. september 2016. Skv. 8. gr. samningsins var samningurinn gerður með fyrirvara um að hann skyldi öðlast gildi gagnvart einstökum sveitarfélögum við samþykkt viðkomandi sveitarstjórna á uppgjöri þeirra á skuldbindingum sem myndast í A-deild Brúar. Lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins byggðu að meginstefnu til á fyrrgreindu samkomulagi aðila. Framlagt samkomulag felur í sér að Húnaþing vestra skuldbindur sig að greiða kr. 15.465.217 framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar, kr. 53.347.626 framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og kr. 5.739.297 framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar. Samtals eru þetta framlög að upphæð kr. 74.552.140. Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga með fyrirvara um að undirliggjandi gögn og útreikningar sem á þeim byggja séu rétt. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að umrædd framlög verði innt af hendi með greiðslu reikninga sem kemur til lækkunar á handbæru fé. Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun Húnaþings vestra vegna áranna 2018-2021 til að mæta þessum skuldbindingum sem samkomulagið felur í sér, í samræmi við framangreindar fjárhæðir.“
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 960. fundar frá 5. janúar. Fundargerð í einum lið.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti
Fundargerð 292. fundar frá 1. febrúar sl.
1. dagskrárliður 1712010 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
2. dagskrárliður 1706012. Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga. Tillagan var áður auglýst frá 02.05.2017 til og með 14.07.2017 en vegna athugasemda sem komu fram var ákveðið að endurauglýsa tillöguna. Endurbætt tillaga var kynnt á vel sóttum íbúafundi á Hvammstanga þann 15. janúar 2018.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar og auglýsa tillöguna skv. 41. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
3. dagskrárliður 1501119 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 157.fundar frá 7. febrúar sl.
2. dagskrárliður. Lögð fram tillaga um að sveitastjórn taki undir bókun landbúnaðarráðs um niðurlagningu Blöndulínu og gerir að sinni. „Sveitastjórn lýsir yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun ráðuneytisins um niðurlagningu Blöndulínu. Ekki hefur komið upp riða í Húnahólfi síðan árið 2007 en í Skagahólfi kom riða upp síðast árið 2016. Þarna munar nærri 10 árum og verður að teljast óeðlilegt að slíkt kallist sama sjúkdómastaða.
Í maí árið 2016 ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skipa starfshóp til að skila tillögum til ráðuneytisins um endurskoðun auglýsingar um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma. Í tillögunum skyldi koma fram hvaða varnarlínum skyldi halda við og eftir atvikum hvaða varnarlínur starfshópurinn mælti með að lagðar yrðu niður, ásamt greinargerð þar að lútandi. Hópurinn skilaði af sér í mars 2017 og er skemmst frá því að segja að starfshópurinn lagði til að Blöndulína yrði áfram varnarlína.
Sveitastjórn telur undarleg vinnubrögð að gengið hafi verið gegn tillögum starfshóps sem var skipaður af ráðuneytinu sjálfu.“. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 187.fundar frá 7.febrúar sl.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 47. fundar frá 22. janúar sl.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.
7.Fundargerð 281. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 6. apríl 2017
2. dagskrárliður, erindi nr. 1601024. Borgarvirki, deiliskipulag. Skipulagstillagan var áður auglýst frá 13. desember 2016 með athugasemdafresti til 25. janúar 2017. Við fyrri auglýsingu bárust athugasemdir sem brugðist var við og er tillagan nú í samræmi við það. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillöguna breytta á 281. fundi sínum þann 06.04.2017. Sveitarstjórn staðfesti tillöguna á 282. fundi sínum þann 11. apríl 2017.
Vegna tæknilegra mistaka við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda um gildistöku skipulagsins þá er tillagan nú endurauglýst eins og hún var samþykkt á 281. fundi skipulags- og umhverfisráðs og staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar. Skipulagsgögnin samanstanda af skipulagsuppdrætti, greinargerð og skýringaruppdrætti frá Teiknistofu Norðurlands dags. 6. apríl 2017. „Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að tillaga að deiliskipulagi Borgarvirkis verði endurauglýst eins og hún var samþykkt á 281. fundi skipulags- og umhverfisráðs, og staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. 123/2010 skipulagslaga."
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:43