295. fundur

295. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 20. febrúar 2018 kl. 18:00 í síma.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti, Elín Jóna Rósinberg, varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður, Ingimar Sigurðsson aðalmaður og Gunnar Þorgeirsson aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Oddviti setti fund.  

  1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
    Fundargerð 961. fundar byggðarráðs frá 19. febrúar sl.  Fundargerð í 13 liðum.
    5. dagskrárliður úthlutun byggingarlóðar undir einbýlishús að Bakkatúni 10 til Birkis Þórs Þorbjörnssonar og Elísabetu Steinbjörnsdóttur borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
    7. dagskrárliður styrkumsókn frá UMFÍ vegna kynningarmála Landsmóts UMFÍ og Landsmóts UMFÍ 50+ borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum. 
    8. dagskrárliður ráðning sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs.  Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun „Sveitarstjórn samþykkir að ráða Lúðvík Friðrik Ægisson í starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs." Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:10.

Var efnið á síðunni hjálplegt?