Oddviti setti fund.
1. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 295. fundar frá 24. apríl sl. Fundargerð í 2 liðum.
1. dagskrárliður 1803060 Víðihlíð, breyting á aðalskipulagi. Eftirfarandi tillaga borin upp vegna 1. dagskrárliðar „Aðalskipulag Húnaþings vestra 2014- 2026 - tillaga að breytingu á landnotkun lóðar félagsheimilisins Víðihlíðar (reit S-11) úr samfélagsþjónustu í verslunar- og þjónustu (VÞ-19).
Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun við Víðihlíð merkt sem samfélagsþjónusta, S-11, og stærð þess svæðis er 2 ha. Í sama aðalskipulagi er Víðigerði-Víðihlíð merkt sem verslun- og þjónusta, VÞ-19, að stærð 0,5 ha. Breytingin felur því í sér að fella niður S-11 og stækka VÞ-19 um það sem því nemur. Ný stærð verður því 2,5 ha. Húsnefnd Víðihlíðar telur nauðsynlegt að breyta skilgreiningu lóðarinnar í verslunar- og þjónustulóð því það takmarki rekstrarmöguleika félagsheimilisins um of að vera bundið við rekstur sem fellur undir samfélagsþjónustu. Meðal annars er áformað að flytja á lóðina eldsneytissölu þá sem nú er á undanþágu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra við Víðigerði.
Sveitarstjórn telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og samþykkir breytingu á aðalskipulaginu skv. 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 7 atkvæðum og er sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar.
2. dagskrárliður 1601024. Borgarvirki, deiliskipulag. Skipulagstillagan var endurauglýst frá 13. febrúar 2018 með athugasemdafresti til 27. mars 2018 í Lögbirtingablaðinu og Sjónaukanum. Skipulagsgögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Húnaþings vestra og á heimasíðu sveitarfélagsins. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna með 7 atkvæðum og felur sveitarstjóra að annast gildistöku hennar eins og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Fundargerð í heild borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2017, fyrri umræða.
Mættur er á fundinn Kristján Jónasson, endurskoðandi. Kristján lagði fram og skýrði ársreikninginn ásamt skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2017. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.
Að loknum umræðum lagði oddviti fram eftirfarandi tillögu „ Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2017 til síðari umræðu.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:59