Oddviti setti fund.
- Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 982. fundar byggðarráðs frá 22. október sl. Fundargerð í 13 liðum.
Dagskráliður 10. Lögð fram til kynningar ályktun frá fundi íbúa við þjóðveg 711, Vatnsnes og Vesturhóp. Í ályktuninni er skorað á sveitarstjórn að þrýsta á stjórnvöld um vegaúrbætur. Byggðarráð fagnar því frumkvæði sem íbúar við veg 711, Vatnsnes og Vesturhóp, sýna með fundinum og greinargóðri ályktun. Byggðarráð tekur heils hugar undir ályktunina sem og athugasemdir og áhyggjur íbúa varðandi ástand vegarins. Byggðarráð mun leita allra leiða til að þrýsta á stjórnvöld að koma veginum í ásættanlegt ástand.
Lögð fram eftirfarandi bókun: „Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og bætir við að samkvæmt svari við fyrirspurn Teits Björns Einarssonar alþingismanns þá eru flestir km í skólaakstri í Húnaþingi vestra á möl eða 132,1 önnur leiðin og 22 einbreiðar brýr . Sveitarstjórn hefur boðað til íbúafundar 14. nóv. vegna málsins. Samgönguráðherra mun mæta á fundinn.“ Bókunin borinn undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð í heild borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 983. fundar byggðarráðs frá 29. október sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskráliður 3. Lagt fram bréf frá Vegagerð ríkisins þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Núpsdalsvegar, 706-01 af vegaskrá.Byggðarráð mótmælir þessari ákvörðun þar sem Efri Núpur er kirkjustaður auk þess sem atvinnurekstur fer fram á jörðinni. Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs.
Dagskráliður 5. Lögð fram drög að samningi um styrk við Selasetur Íslands til fjögurra ára
vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar ferðamanna að upphæð kr. 5.000.000 á ári. Lögð fram eftirfarandi bókun: „Vegna mikillar fjölgunar ferðamanna í Húnaþingi vestra undanfarin ár og aukinnar dreifingar þeirra yfir árið hefur verið ákveðið að hafa upplýsingamiðstöðina opna allt árið og styðja þannig við þá mikilvægu atvinnugrein sem ferðaþjónusta er orðin í Húnaþingi vestra. Hlutverk upplýsingamiðstöðvarinnar er að veita ferðamönnum upplýsingar um vöru og þjónustu á svæðinu, skrá fjölda gesta, þjóðerni, helstu fyrirspurnir og fylgjast með álagi á helstu ferðamannastaði svo hægt sé að bregðast við ef þurfa þykir.
Sveitarstjórn telur að rekstur upplýsingamiðstöðvar sé mikilvægur þáttur í rekstri Selasetursins og fyrir samfélagið í heild sinni og vill leggja sitt af mörkum við að auðvelda hagsmunaðilum í Húnaþingi vestra að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri. Gert er ráð fyrir samningnum í drögum að fjárhagsáætlun ársins 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.
Sveitarstjóra falið að undirrita fyrirliggjandi samning.“
Samningurinn ásamt ofangreindri bókun borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerð í heild borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 984. fundar byggðarráðs frá 5. nóvember sl. Fundargerð í 3 liðum.
Dagskráliður 1. Afskriftarbeiðni frá Sýslumanni vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda að upphæð kr. 8.244.040. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð í heild borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 303. fundar frá 1. nóvember sl. Fundargerð í 4 liðum.
1. dagskrárliður. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu.
2. dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
3. dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerð í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum
3. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 196. fundur frá 31. október sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð fræðsluráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 193. fundur frá 31. október sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 162. fundar frá 3. október sl. Fundargerð í 6 liðum.
Fundargerð í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 1. fundar frá 23. október sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Lántaka frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu: „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 50.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið vegna hitaveituframkvæmda. Jafnframt er Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra kt. 220571-3869 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Húnaþings vestra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Lántaka þessi er í samræmi við lántökuheimild í fjárhagsáætlun Húnaþings vestra á árinu 2018.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Gjaldskrár.
Álagning útsvars, skatta og gjaldskrár ársins 2019.
Lögð fram svohljóðandi tillaga um álagningu fasteignagjalda og útsvars árið 2019.
Útsvar 14,52 %
Fasteignaskattur A-gjald 0,36 % af fm. húss og lóðar
Fasteignaskattur B-gjald 1,32 % af fm. húss og lóðar
Fasteignaskattur C-gjald 1,30 % af fm. húss og lóðar
Lóðarleiga, almennt gjald 8,80 kr. pr. m2
Lóðarleiga, ræktað land 1,20 kr. pr. m2
Holræsagjald 0,21% af fm.húss og lóðar
Vatnsskattur 0,27% af fm. húss og lóðar
Aukavatnsskattur 14,00 kr. m3
Hreinsun rotþróa:
0-2000 lítra 7.900 kr. pr. þró
2001-4000 lítra 9.500 kr. pr. þró
4001-6000 lítra 11.300 kr. pr. þró
6001 lítra og stærri 2.984 kr. pr. m3
Sorpgjald á íbúðarhúsnæði, regluleg sorphirða. kr. 37.600
Sorpeyðingargjald, sumarbústaðir og íbúðir í dreifbýli
þar sem ekki er hirt sorp. kr. 16.200
Lóðarleigu og fasteignaskatt skv. A-B-og C gjaldi skal innheimta frá fyrstu skráningu hjá Fasteignamati ríkisins, en holræsagjald, vatnsskatt og sorpgjöld skal innheimta frá þeim tíma að fasteign hefur verið skráð með byggingarstig 4.
Gjalddagi gjalda undir kr. 20.000 er 1. maí.
Gjalddagar gjalda á bilinu kr. 20.001 til 38.000 eru 1. apríl og 1. júlí.
Aðrir gjalddagar eru 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst.
Reglur um afslátt fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega.
Lögð fram eftirfarandi tillaga Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega eru vegna íbúðarhúsnæðis þeirra til eigin nota og fyrir þá sem eiga lögheimili í Húnaþingi vestra. Afslátturinn er tekjutengdur og miðaður við árstekjur skv. nýjasta skattframtali, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur og tekur einungis til fasteignaskatts.
Tekjuviðmiðun:
Fyrir einstaklinga:
a) Með heildartekjur allt að kr. 3.500.000 fær 100% afslátt.
b) Með tekjur umfram kr. 4.700.000 enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) Með heildartekjur allt að kr. 4.700.000 fær 100% afslátt.
b) Með heildartekjur umfram kr. 6.400.000 enginn afsláttur.
Ef tekjur eru skv. framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
- Elli- og/eða 75% örorkulífeyrisþegi hefur heimild til að leggja fram tekjuvottorð vegna tekna næstliðins árs, og breytast þá tekjuforsendur skv. ofangreindu tekjuviðmiði.
2. Skilyrði fyrir niðurfellingu er að viðkomandi búi sjálfur í húsnæðinu og hafi ekki af því leigutekjur.
3. Ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða, ræður aldur þess sem fyrr verður 67 ára án tillits til þess hvort þeirra er skráð fyrir eigninni.
4. Við andlát maka styrki sveitarsjóður eftirlifandi um sömu upphæð og nemur álögðum fasteignaskatti ársins.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá leikskóla í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hirðu móttöku- og flokkunarstöð Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá annarra þjónustustofnana aðalsjóðs og þjónustumiðstöðvar.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga um að upphæð frístundakorts fyrir börn á aldrinum 6-18 ára verði kr. 19.000 á árinu 2019.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Fjárhagsáætlun ársins 2019 ásamt 3ja ára áætlun fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki. Fyrri umræða.
Lögð fram eftirfarandi tillaga „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2020-2022 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki til síðari umræðu í sveitarstjórn þann 22. nóvember nk. kl:15:00.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. Skýrsla sveitarstjóra
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:13