307. fundur

307. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn föstudaginn 28. desember 2018 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Sveinbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður.  Magnús Eðvaldsson, aðalmaður, er í síma.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Oddviti setti fund.

 

  1.       Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
    Fundargerð 987. fundar byggðarráðs frá 17. desember sl. Fundargerð í 9 liðum.

4. dagskrárliður, erindi frá Skeggjagötu ehf. um aukna veðheimildí húsnæði félagsins á Laugarbakka.  Í bókun byggðarráðs kemur fram að aukin veðsetning felur ekki í sér neinar skuldbindingar af hálfu Húnaþings vestra, en þar sem afsal hefur ekki enn verið gefið út þarf leyfi sveitarfélagsins. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9. dagskrárliður, afturköllun lóðarumsóknar aðBakkatúni 10.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

2.    Lagður fram viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2018.   Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018.  Um er að ræða tilfærslur á milli málaflokka, og hefur viðaukinn því ekki áhrif á heildarniðurstöðu áætlunarinnar.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:13

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?