Oddviti setti fund.
- Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 988. fundar byggðarráðs frá 7. janúar sl. Fundargerð í 6 liðum.
6. dagskrárliður 1901005 Afskriftarbeiðni frá Sýslumanni vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda sem eru fyrndar sbr. fylgigögn, alls kr. 1.939.854. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 198. fundar frá 19. desember sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 195. fundar frá 12. desember sl. Fundargerð í 1 lið.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 305. fundar frá 8. janúar sl. Fundargerð í 1 lið.
Erindi nr. 1806003. Tekið er fyrir deiliskipulag í landi Flatnefsstaða á Vatnsnesi. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 30. október 2018 með athugasemdafresti til 11. desember 2018. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Sjónaukanum. Skipulagsgögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Húnaþings vestra og á heimasíðu sveitarfélagsins. Fimm umsagnir bárust, frá Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Minjastofnun Íslands, Ferðamálastofu og Umhverfisstofnun. Engar almennar athugasemdir bárust. Útdráttur umsagna og svara er að finna í fundargerð skipulags-og umhverfisráðs frá 8. janúar síðastliðnum. Gerðar hafa verið lítilsháttar breytingar á gögnum eftir auglýsingu.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna þannig breytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:17