309. fundur

309. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 2019 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Sveinbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður Magnús Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Oddviti setti fund.

 

1.  Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 989. fundar byggðarráðs frá 14. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum.

Dagskrárliður 3a 1901011.  Lóðarumsókn Lindarvegi 5 frá Hoffell ehf.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 
Dagskrárliður  3b 1901012.  Lóðarumsókn Lindarvegi 1 frá Hoffell ehf.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður  4 1812026 um tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í vatnasvæðanefnd.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

Fundargerð 990. fundar byggðarráðs frá 28. janúar sl. Fundargerð í 5 liðum.

Dagskrárliður  1, 1901043 um tilnefningu í stjórn félags áhugamanna um Riishús Borðeyri.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður  2, 1901042 um styrkbeiðni frá Krabbameinsfélagi Austur Húnavatnssýslu.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður  3, 1812023 um bréf frá stjórn Félagsheimilisins á Hvammstanga.  Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun frá Magnúsi Magnússyni oddvita N lista: „Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar frumkvæði stjórnar Félagsheimilis Hvammstanga varðandi vinnu stjórnarinnar við drög að samþykktum fyrir félagið Félagsheimili Hvammstanga. Er þetta mikilvæg vinna í mörgu tilliti. Í fyrsta lagi hafa engar samþykktir, reglugerðir og starfsreglur verið settar eða endurskoðaðar fyrir Félagsheimili Hvammstanga í 43 ár og ekkert slíkt hefur verið unnið síðan sameining sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu var gerð 1998. Í öðru lagi er mikilvægt að hafa góðar og gegnsæjar samþykktir fyrir Félagsheimili Hvammstanga hvort heldur sem eignarhald á húsinu verður óbreytt eður ei. Í þriðja lagi er þetta mikilvægt til þess að hægt sé að skrá félagið og stjórn þess rétt í opinberri skráningu m.a. hjá ríkisskattstjóra. Í ljósi mikilvægis málsins og góðrar niðurstöðu þess telur sveitarstjórn rétt að byggðarráð og oddviti eigi samtal við stjórnina um nánari útfærslu einstakra greina samþykktanna.  Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur á undanförnum misserum rætt þá hugmynd að Húnaþing vestra taki yfir eignarhald á Félagsheimili Hvammstanga og hefur málið verið kannað óformlega. Sveitarstjórn vill nú taka málið lengra og skipa formlegan starfshóp sem myndi kanna kosti þess og galla að taka yfir eignarhald á Félagsheimili Hvammstanga og rekstri þess og fá til þess lögfræðilega aðstoð eftir atvikum. Sveitarstjórn leggur til að starfshópurinn telji sjö manns. Skal meirihluti sveitarstjórnar tilnefna þrjá menn, minnihluti sveitarstjórnar skal tilnefna tvo menn, ungmennafélagið Kormákur einn mann og kvenfélagið Björk einn mann.“  Tillagan borin undir atkvæði og er felld með 4 atkvæðum Þorleifs Karls Eggertssonar, Ingveldar Ásu Konráðsdóttur, Sveinbjargar Rutar Pétursdóttur og Friðriks Más Sigurðssonar gegn 3 atkvæðum Magnúsar Magnússonar, Sigríðar Ólafsdóttur og Magnúsar Eðvaldssonar. 
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun „Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því í samstarfi við lögfræðing og endurskoðanda sveitarfélagsins að sveitarfélagið yfirtaki stjórn Félagsheimilisins á Hvammstanga í samræmi við stefnu B-lista.  Sveitarfélagið er 86% eigandi og ljóst að meðeigendur hafa ekki það fjármagn í hlutfalli við eignaraðild sem til þarf til að vinna að nauðsynlegu viðhaldi og endurbótum á húsnæðinu en ástand hússins er ekki sæmandi því góða starfi sem þar fer fram.  Málið hefur verið rætt óformlega við fulltrúa stjórnar meðeigenda, Kvenfélagsins Bjarkar og Ungmennafélagsins Kormáks.  Hugmyndin er að kvenfélagið og ungmennafélagið afsali sér sínum hlut en fái um leið samning um afsláttakjör af leigu til næstu 25 ára.  Í framhaldi af því verði samþykktir uppfærðar.  Félagsheimilið á Hvammstanga yrði því eins og hver önnur B hluta stofnun sveitarfélagsins.  Þetta er talin besta færa leiðin til að hægt sé að fara í uppbyggingu og lagfæringu á húsnæði félagsheimilisins en hætt er við að annars tefjist sú vinna um ókomin ár.  Sveitarstjórn samþykkir að oddvitar beggja lista og sveitarstjóri ræði við stjórnir meðeigenda með ofangreind markmið að leiðarljósi.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 
Dagskrárliður 4, 1809062 um bréf frá Fasteignafélaginu Borg um skipti á hlutabréfum.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 um breytingum á samþykkt um stjórn Húnaþings vestra.  Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:  „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa framlagðri Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Húnaþings vestra til síðari umræðu í sveitarstjórn.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 991. fundar byggðarráðs frá 11. febrúar sl. Fundargerð í 1 lið.

Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun við 1. dagskrárlið: „Sveitarstjórn fagnar góðri mætingu á upplýsingafund sl. mánudag um móttöku flóttamanna í Húnaþingi vestra og þeim áhuga sem samfélagið sýnir verkefninu.  Á fundinum komu fram góðar spurningar og ábendingar sem eiga eftir að nýtast við undirbúning verkefnisins“. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.  Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 199. fundar frá 30. janúar sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.  Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 196. fundar frá 30. janúar sl.  Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.  Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 165. fundar frá 6. febrúar sl.  Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.  Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 306. fundar frá 7. febrúar sl.  Fundargerð í 9 liðum.
1. dagskrárliður 1901011 og 1901012 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum
2. dagskrárliður 1902009 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
3. dagskrárliður 1902003.  Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun: „Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í grenndarkynningu en bætt verði við grenndarkynninguna, lóðarstækkun til norðurs til þess að hægt verði að aka norður fyrir sláturhúsið en án lóðarstækkunar væri það ekki mögulegt. Byggingarfulltrúa falið að undirbúa grenndarkynninguna.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður 1612012 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður 1711005 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6. dagskrárliður 1901047 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
7. dagskrárliður 1901033.  Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun „Eftir fund skipulags- og umhverfisráðs hafa komið fram upplýsingar sem staðfest hafa landamerki milli Tjarnar annarsvegar og Egilsstaða og Tungu hins vegar. Frestun erindisins er því óþörf og byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu gagnvart umsækjanda.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 
8. dagskrárliður 1809007 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.  Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 53. fundar frá 17. janúar sl.  Fundargerð í 3 liðum.

Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun við 1. lið fundargerðarinnar: „Sveitarstjórn samþykkir tillögu ungmennaráðs um að nýta kr. 33.600 til að greiða fyrir sýningu á myndinni Lof mér að falla, af því framlagi sem ungmennaráð hefur til ráðstöfunar í fjárhagsáætlun“.  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.  Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 6. fundar frá 29. janúar sl.  Fundargerð í 7 liðum.

Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.  Samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðagjöldum

Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun um tímabundinn afslátt af gatnagerðagjöldum:
„Vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði samþykkir sveitarstjórn Húnaþings vestra að framlengja tímabundið heimild til niðurfellingar gatnagerðargjalda í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 6. gr. samþykktar Húnaþings vestra um gatnagerðargjöld nr. 717/2013.     

Sveitarstjórn samþykkir að eftirfarandi ákvæði gildi um úthlutun allt að fjórtán íbúðarhúsalóða sem afslátturinn mun ná til, þriggja á Laugarbakka og ellefu á Hvammstanga:

  • Lóðirnar sem um ræðir verða skilgreindar á lista sem sveitarstjórn samþykkir.
  • Umsóknir um lóðirnar skulu berast eigi síðar en 30. september 2019 en umsóknir sem berast á umsóknarfresti verða afgreiddar af byggðarráði eftir því sem efni standa til.
  • Verði umsækjendur fleiri en þær lóðir sem eru til úthlutunar gildir útdráttur milli þeirra.
  • Sæki fleiri en einn um sömu lóðina gildir einnig útdráttur milli umsækjenda.
  • Við úthlutun lóðanna skulu gilda ákvæði um að umsækjandi hefur sex mánuði frá úthlutunardegi til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum og umsókn um byggingarleyfi.  Byggingarframkvæmdir skuli vera hafnar innan árs frá úthlutun og að byggingar skuli hafa hlotið fokheldisvottorð innan tveggja ára, að öðrum kosti fellur niður ákvæði um afslátt gatnagerðagjalda.“ 

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og lista yfir þær lóðir sem samþykktin nær til og felur sveitarstjóra að auglýsa hana.

9.  Skýrsla sveitarstjóra.

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:31

Var efnið á síðunni hjálplegt?