Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 9. dagskrárlið breyttan tíma næsta sveitarstjórnarfundar. Liður 9 færist þá niður og verður að lið 10. Samþykkt með 7 atkvæðum
1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 992. fundar byggðarráðs frá 18. febrúar sl. Fundargerð í 9 liðum.
Dagskrárliður 4. 1901055 um afskriftabeiðni frá sýslumanni. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 993. fundar byggðarráðs frá 25. febrúar sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 5, 1901027 um styrkbeiðni frá körfuknattleiksdeild Kormáks vegna afnota af íþróttahúsi á Hvammstanga vegna Íslandsmóts. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 994. fundar byggðarráðs frá 13. mars sl. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 3, 1903002 umsókn um lóð að Bakkatúni 10. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, 1807043 um styrkveitingu úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði fyrir verkefnið League Manager- Mótastýring 21. aldarinnar. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 200. fundar frá 27. febrúar sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 197. fundar frá 27. febrúar sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 166. fundar frá 13. mars sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 307. fundar frá 7. mars sl. Fundargerð í 9 liðum.
1. dagskrárliður 1902013 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
2. dagskrárliður 1902014 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
3. dagskrárliður 1902006. Lögð fram eftirfarandi bókun “Lögð fram sameiginleg skipulagslýsing dags. 6. mars 2019 unnin af Teiknistofu Norðurlands. Skipulagslýsingin er annars vegar fyrir nýtt deiliskipulag fyrir skólasvæði Hvammstanga og hins vegar breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar sem er í samræmi við nýtt deiliskipulag. Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir skipulagslýsinguna og að málsmeðferð verði í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“ Borinn undir atkvæði 3. dagskrárliður og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður 1903007. Lögð fram eftirfarandi bókun „Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 dags. 6. mars 2019 unnin af Landmótun ehf. Um er að ræða landnotkunarreit fyrir íbúðabyggð við Garðaveg 3 þar sem er eitt hús. Reiturinn verður felldur út og sameinaður nærliggjandi landnotkunarreitum OP-2 og S-5. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að breyta skilgreiningu landnotkunarreitsins, þar sem ekki er markmið sveitarfélagsins að þar verði íbúðabyggð, eins er nauðsynlegt til að greiða fyrir fyrirhugaðri notkun svæðisins og sem forsenda fyrir nýju deiliskipulagi skólasvæðis Hvammstanga. Sveitarstjórn telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og samþykkir breytingu á aðalskipulaginu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er sveitarstjóra falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Borinn undir atkvæði 4. dagskrárliður og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður 1612012 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6. dagskrárliður 1902020 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
7. dagskrárliður 1801002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
8. dagskrárliður 1903008 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Lögð fram eftirfarandi bókun við þennan lið „Sveitarstjórn fagnar áformum Vegagerðarinnar um nýja gangbraut með miðeyju og bættri lýsingu á Hvammstangabraut sem stuðlar að bættu öryggi. Með þessu er Vegagerðin að koma til móts við kröfur foreldra um bætt öryggi barna sem fara milli skóla og mötuneytis í félagsheimili. Gangbrautin tengir enn fremur saman stíga sem liggja beggja vegna Hvammstangabrautar.“ Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 54. fundar frá 21. febrúar sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 7. fundar frá 26. febrúar sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Húnaþings vestra síðari umræða.
Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Fyrri umræða fór fram 14. febrúar 2019. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Borin upp tillaga um að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn miðvikudaginn 10. apríl nk. kl 15:00. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:49