Varaoddviti setti fund.
1. Ársreikningur Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2018, fyrri umræða.
Mættur er á fundinn Haraldur Ö. Reynisson, endurskoðandi. Haraldur lagði fram og skýrði ársreikninginn ásamt skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2018. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.
Að loknum umræðum lagði varaoddviti fram eftirfarandi tillögu „ Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2018 til síðari umræðu.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerðir byggðarráðs
Fundargerð 998. fundar byggðarráðs frá 15. apríl sl. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 3, 1904022 Erindi frá húsnefnd félagsheimilisins Víðihlíð, þar sem óskað er eftir tímabundinni aðstoð við fjármögnun. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, um erindi frá SSNV um Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með ítarlega og vel unna skýrslu sem mun nýtast vel í áframhaldandi stefnumótun í málaflokknum.
Dagskrárliðir 5 og 6 1904024 og 1904016, styrkbeiðnir. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7 1904028 erindi Sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 999. fundar byggðarráðs frá 29. apríl s.l. Fundargerð í 9 liðum.
Dagskrárliður 3 1904035 Umsókn frá Elvari Loga Friðrikssyni um byggingarlóð undir einbýlishús að Grundartúni 2 á Hvammstanga. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 1904036 Umsókn frá Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur um byggingarlóð undir einbýlishús að Grundartúni 17 á Hvammstanga. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. Magnús Magnússon vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.
Dagskrárliður 6 Húsnæðissjálfseignarstofnun tekin fyrir sem sér dagskrárliður undir 8. lið fundarins.
Dagskrárliður 7 1904041 Erindi frá Dalabyggð um breytingu á aðalskipulagi í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 8 1904042 Útboðsgögn fyrir skólaakstur 2019-2023. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskráliður 9 þar sem sveitarstjóri tilkynnir að Unnsteinn Andrésson rekstrarstjóri hafi sagt starfi sínu lausu frá og með 1. maí og muni ljúka störfum 31. júlí nk.
Sveitarstjórn tekur heilshugar undir þakkir byggðarráðs til Unnsteins.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1000. fundar frá 6. maí sl. Fundargerð í 6 liðum
Dagskrárliður 1 tekinn fyrir sem sér dagskrárliður undir 9. lið fundarins.
Dagskrárliður 3 1904050 Erindi frá Dalabyggð vegna breytinga á aðalskipulagi í landi Sólheima í Dalasýslu. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 1812025 umsögn byggðarráðs um verkefni þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, mál nr. S-111/2019.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Varðandi verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, mál nr. S-111/2019.
Verkefni þetta tekur á helstu áherslum sem ríkið tekur til í stjórnunar- og verndaráætlun við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra vill hér með benda á eftirfarandi atriði:
Í þessum drögum virðist einungis miðað við einn stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands fremur en að skoðað sé með einhverjum raunverulegum áhuga hvernig smærri og fleiri þjóðgarðar kæmu út í samanburði.
- Stofnun og rekstur þjóðgarðs kallar á gríðarmikið fjármagn ef vel á að vera hægt að standa að hlutum, ekki virðist sýnt samkvæmt þessum drögum hvernig þjóðgarður á að vera fjármagnaður.
- Töluverður hluti af skipulagsvaldi sveitarfélaga er tekinn í burtu með þessum drögum og velmest skipulagsvald falið undir stjórn þjóðgarðs, ekki getur talist viðunandi að sveitarfélög svæðisins missi beint skipulagsvald og feli það í staðinn svæðis- eða umdæmisráðum eins og gert er ráð fyrir í drögum þessum, sérlega ekki þegar ekkert er vitað um það hvernig viðkomandi ráð verða skipuð.
- Í atvinnustefnu draganna er gert ráð fyrir atvinnustefnu, sem vissulega er nauðsynleg. Hins vegar, þar sem fyrir liggja í dag drög að atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs, verður að benda á í þessu samhengi að í drögum að atvinnustefnu fyrrnefnds þjóðgarðs virðist vera afar lítið gert úr vægi sveitarfélaga og landeigenda og virðist helst sem allir atvinnurekendur á svæðinu þurfi sérstakt atvinnuleyfi frá stjórn þjóðgarðsins, burtséð frá því hver atvinnustarfsemin er og hverjar skoðanir heimafólks eru. Verður því að líta svo á að þarna séu sveitarfélögum og landeigendum settar verulegar og hamlandi skorður, til dæmis varðandi beitarrétt og veiðar, og að viðkomandi aðilar missi þar með drjúgan umráðarétt yfir sínu landi. Ef sami tónn verður viðhafður í atvinnustefnu miðhálendisþjóðgarðs, sem ekki er ósennilegt verði drög að atvinnustefnu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð samþykkt, getur Húnaþing vestra einfaldlega ekki fellt sig við slíka verðfellingu skipulagsmála í heimahéraði.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggst gegn fyrirliggjandi drögum nr. S-111/2019 og hvetur til þess að þau verði endurskoðuð í mun nánara samstarfi við heimamenn en verið hefur.“
Dagskrárliður 5 1905008 umsögn byggðarráðs um drög að atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggst gegn fyrirliggjandi drögum að atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs og hvetur til þess að þau verði endurskoðuð í mun nánara samstarfi við heimamenn en verið hefur.
Í drögum að atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs virðist vera afar lítið gert úr vægi sveitarfélaga og landeigenda og virðist helst sem allir atvinnurekendur á svæðinu þurfi sérstakt atvinnuleyfi frá stjórn þjóðgarðsins, burtséð frá því hver atvinnustarfsemin er og hverjar skoðanir heimafólks eru.
Verður því að líta svo á að þarna séu sveitarfélögum og landeigendum settar verulegar og hamlandi skorður, til dæmis varðandi beitarrétt og veiðar, og að viðkomandi aðilar missi þar með drjúgan umráðarétt yfir sínu landi.“
Dagskrárliður 6 bréf Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur sveitarstjóra þar sem hún segir upp starfi sínu sem sveitarstjóri Húnaþings vestra frá og með næstu mánaðamótum með þriggja mánaða fyrirvara og miðast því starfslok við 31. ágúst n.k.
Sveitarstjóri ítrekar bókun sem lögð var fram í byggðarráði: „Síðustu 5 ár hafa verið afar gefandi og á þessum tímamótum er mér þakklæti efst í huga. Ég vil þakka samhentri og góðri sveitarstjórn, einstaklega hæfu samstarfsfólki og frábærum íbúum samstarfið þennan tíma. Margt hefur áunnist og framtíðin er björt í því fjárhagslega trausta, heilbrigða og vaxandi samfélagi sem Húnaþing vestra er.“
Sveitarstjórn tekur heilshugar undir þakkir og árnaðaróskir byggðarráðs til Guðnýjar Hrundar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð félagsmálaráðs, varaoddviti kynnti.
Fundargerð 202. fundar frá 29. apríl sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 2, samstarfsyfirlýsing milli félagsþjónustunnar og lögreglustjórans á Norðurlandi vestra um samvinnu í átaki gegn heimilisofbeldi. Sveitarstjóra falið að undirrita yfirlýsinguna.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, varaoddviti kynnti.
Fundargerð 309. fundar frá 2. maí s.l. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 1 1905002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 1905003 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 1905004 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 1904054 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum
5. Fundargerð veituráðs, varaoddviti kynnti.
Fundargerð 9. fundar frá 30. apríl sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Öldungaráð.
Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir öldungaráð Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að skipun í öldungaráð:
Fulltrúar Húnaþings vestra:
Aðalmenn: Sigrún Ólafsdóttir, Jóna Halldóra Tryggvadóttir og Guðmundur Haukur Sigurðsson.
Varamenn: Sigurður Björnsson, Ingi Ásbjörn Bjarnason og Kristín Jóhannesdóttir.
Borist hefur eftirfarandi tilnefning fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Vesturlands:
Aðalmaður: S. Kristín Eggertsdóttir.
Varamaður: Helga Hreiðarsdóttir.
Borist hefur eftirfarandi tilnefning fulltrúa Félags eldri borgara:
Aðalmenn: Eggert Karlsson, Sigríður Tryggvadóttir og Ólafur B. Óskarsson.
Varamenn: Kristín R. Guðjónsdóttir, Sigurbjörg M. Guðmannsdóttir og Þráinn Traustason.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Bygginganefnd um viðbyggingu grunnskóla.
Fundargerð 20. fundar frá 6. maí s.l. Fundargerð í 2 liðum.
Dagskrárliður 2 drög að samningi um arkitekta- og verkfræðihönnun við VA Arkitekta ehf. og þeirra samstarfsaðila sem eru VSÓ ráðgjöf ehf. og Efla verkfræðistofa ehf., borin undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum. Sveitarstjóra falið að ljúka samningsgerð við VA Arkitekta.
8. Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að stofna Leigufélagið Bústaður hses. og leggja fram stofnframlag að upphæð 1.000.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir þá fjárhæð sem viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem mætt verði með handbæru fé sbr. 10. lið fundargerðarinnar. Samþykkt að tilnefna í stjórn félagsins sem aðalmenn Ingveldi Ásu Konráðsdóttur, Friðrik Má Sigurðsson og Magnús Magnússon og til vara Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, Magnús V. Eðvaldsson og Sigríði Ólafsdóttur. Ofangreindir aðilar sitja fyrirhugaðan stofnfund sjálfseignarstofnunarinnar sem áætlaður er í dag 9. maí 2019. “
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6 í fundargerð byggðarráðs nr. 999. Samþykktir fyrir nýja húsnæðissjálfseignarstofnun Leigufélagið Bústaður hses. borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„ Sveitarstjórn Húnaþings vestra staðfestir að stofnframlag verði veitt auk viðbótarframlags vegna íbúða sem byggðar verða skv. 12. og 14. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 að Lindarvegi 5 á Hvammstanga. Heildarstofnframlag verður 18% af stofnkostnaði. Stofnframlag þá áætlað 23-25 milljónir króna. Stofnframlagið er með fyrirvara um samþykki Íbúðalánasjóðs fyrir hönd ríkisins á sínum hluta stofnframlags.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Samþykkt um stjórn Húnaþings vestra, ásamt viðauka.
Lögð fram tillaga að viðauka við Samþykkt um stjórn Húnaþings vestra um fullnaðarafgreiðslur embættismanna Húnaþings vestra án staðfestingar sveitarstjórnar eða byggðarráðs með vísan til 60. gr. samþykktarinnar sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Samþykktin ásamt viðaukanum borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. 195053 Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.000.000 vegna stofnframlags til Leigufélagsins Bústaðar hses. Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11. Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:27