Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 3. lið fundartíma næsta fundar sveitarstjórnar. Samþykkt með 7 atkvæðum.
- Ársreikningur Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2018, síðari umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu „ Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagðan ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2018.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Helstu niðurstöður ársreiknings Húnaþings vestra 2018 eru:
· Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta er jákvæð um kr. 85,1 milljónir, samanborið
við kr. 227,8 milljónir árið 2017.
· Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 78,4 milljónir, samanborið við kr. 217
milljónir árið 2017.
· Breyting á lífeyrisskuldbindingum A og B hluta var kr. 49,8 milljónir, samanborið við kr.
3,9 milljónir árið 2017.
· Handbært fé frá rekstri A og B hluta samstæðu er kr. 105,8 milljónir, samanborið við kr.
241,8 milljónir árið 2017.
· Lántökur A og B hluta samstæðu voru 50 milljónir, samanborið við 50 milljónir árið
2017.
· Afborganir langtímalána A og B hluta samstæðu eru kr. 51,3 milljónir, samanborið við kr.
50,7 milljónir árið 2017.
· Skuldahlutfall A og B hluta er 55,2% samanborið við 52,6% árið 2017, 56,2% árið 2016. og 62,8% 2015. Miðað er við að þetta hlutfall sé ekki hærra en 150%.
· Langtímaskuldir A og B hluta eru kr. 459,6 milljónir, samanborið við kr. 439,3 milljónir
árið 2017, þar af kr. 335,6 milljónir vegna félagslegra íbúða eða 76,4%.
· Veltufé frá rekstri er kr. 202,2 milljónir eða 13,2% miðað við kr. 287,6 milljónir árið 2017
eða 19,6%.
· Fjárfestingar á árinu 2018 voru kr. 135,5 milljónir, samanborið við kr. 108,9 milljónir árið
2017. Stærstar eru þar viðbygging íþróttahúss, endurnýjun bifreiða, nýbygging gatna, áframhaldandi hitaveituframkvæmdir, og vinna við skóla- og frístundasvæði.
Það er ljóst að staða sveitarfélagsins er góð og rekstur í jafnvægi. Skuldahlutfall er með því lægsta sem verið hefur undanfarin ár og staðan því góð til áframhaldandi framkvæmda á næstu árum s.s. til stækkunar grunnskólans og endurnýjunar hitaveitulagna.
Þessi góða staða er ekki sjálfgefin og vill sveitarstjórn þakka stjórnendum og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir aðhald og skynsemi í rekstri á árinu 2018.
2. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 1001. fundar byggðarráðs frá 21. maí sl. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 4, 1905070 Áskorun sýslumanna til stjórnvalda um eflingu sýslumannsembættanna sem miðstöðvar stjórnsýslu ríkisins í héraði. Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 1905014 Umsókn frá Margréti Hrönn Björnsdóttur og Hallgrími Sveini Sævarssyni um byggingarlóð undir einbýlishús að Lindarvegi 6 á Hvammstanga. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7 1905073 Umsókn frá Rúnari Kristjánssyni og Halldóri P. Sigurðssyni um byggingarlóð undir einbýlishús að Bakkatúni 6 á Hvammstanga. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 8 Fjallað umdrög að kaupsamningi milli Leigufélagsins Bústaðar hses. og Hoffells ehf. og fjármögnun á framkvæmdatíma.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Oddviti lagði fram tillögu um að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn þriðjudaginn 11. júní n.k. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl:5:25