Oddviti setti fund.
Oddviti óskar eftir að taka viðauka 3 og 4 við fjárhagsáætlun 2019 sem 5. dagskrárlið og fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. september sem 2. dagskrárlið. Skýrsla sveitarstjóra verður þá 7. dagskrárliður. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerð byggðarráðs, formaður kynnti. Fundargerð 1011. fundar byggðarráðs frá 9. september sl. Fundargerð í 11 liðum.
Dagskrárliður 1. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir mætir til fundar fyrir hönd íbúa á Vatnsnesi og í Vesturhópi. Sveitarstjórn gerir bókun byggðarráðs að sinni: Sveitarstjórn þakkar íbúum fyrir frumkvæðið og að vekja athygli á slæmu ástandi Vatnsnesvegar. Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur íbúa við veg 711 og ítrekar mikilvægi þess að vegur um Vatnsnes komist inn á samgönguáætlun við endurskoðun hennar nú í haust. Einnig vill sveitarstjórn árétta að vegur 711 var settur í forgang í samgöngu- og innviðaáætlun SSNV sem samþykkt var sl. vor.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 313. fundar frá 11. september sl., fundargerð í 7 liðum.
2. dagskrárliður 1908001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
3. dagskrárliður 1908032 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður 1802019 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður 1903006. Lögð fram eftirfarandi bókun: „Deiliskipulag Skólasvæðisins á Hvammstanga og til samræmis tillaga að breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar Hvammstanga. Tillögurnar voru auglýstar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og verður þeim sem gerðu athugasemdir send umsögn sveitarstjórnar sbr. framlagt samantektarskjal skipulags- og umhverfisráðs, dagsett 9.9.2019 um innsendar athugasemdir ásamt viðbrögðum við þeim. Gerðar hafa verið lítilsháttar lagfæringar á skipulagsgögnum og koma þær fram í samantektarskjali.“
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillögu skólasvæðisins og breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar og felur sveitarstjóra að annast gildistöku hennar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. dagskrárliður 1909017 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
7. dagskrárliður 1808007 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
3. 50 ára afmæli Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að skipa undirbúningshóp vegna afmælishátíðar Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
4. 1909019 Samband íslenskra sveitarfélaga. Framlögð yfirlýsing frá stofnfundi samstarfsvettvangs sveitarfélaga 19. júní 2019 fyrir heimsmarkmið og loftlagsmál. Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftlagsmál og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sveitarstjórn tekur undir þau markmið um sjálfbæra þróun sem koma fram í yfirlýsingu frá stofnfundi samstarfsvettvangs sveitarfélaga um loftslagsmál og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðin leggja góðan grunn að slíku samstarfi á vettvangi sveitarfélaganna sem þarf að aðlaga að aðstæðum á hverjum stað. Samráðsvettvangurinn er kjörinn fyrir sveitarfélög á Íslandi að miðla þekkingu og reynslu sín á milli varðandi loftslagsmál og innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og leita tækifæra til samstarfs þar sem það á við. Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir mikilvægi þess að tryggð verði aðkoma sveitarfélaga að setningu, framfylgd og framþróun laga og reglna sem tengjast loftslagsbreytingum og sjálfbærri þróun samfélagsins.
5. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019.
Viðauki nr. 3
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 að upphæð kr. 3.590.992 í auknar tekjur. Viðaukinn hefur því ekki neikvæð áhrif á handbært fé. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðauki nr. 4
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 að upphæð kr. 33.350.000. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Kostnaði verður mætt með lækkun á handbæru fé.
6. Louise Price skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra mætir til fundar.
Louise Price kynnti sig og fór yfir komandi starfsár tónlistarskólans. Sveitarstjórn þakkar Louise fyrir góða kynningu.
7. Skýrsla sveitarstjóra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá því hún hóf störf.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl: 16:08