316. fundur

316. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 23. september 2019 kl. 08:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Þórey Edda Elísdóttir varamaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Oddviti setti fund.

 

 1.  Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.  Fundargerð 14. fundar veituráðs frá 17. september sl. Fundargerð í 6 liðum.

Dagskrárliður 2. Tilboð í lagningu ljósleiðara á Vatnsnesi og Vesturhópi. Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við Vinnuvélar Símonar ehf. út frá fyrirliggjandi tilboðum.  Samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 4. Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá hækkun fyrir gjaldskrárlið á gróðurhús og samþykkir að auglýst verði ný gjaldskrá þar sem felldir verða niður gjaldskrárliðir sem ekki eru í notkun ásamt breytingu á orðalagi gjaldskrár.  Samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 08:20

Var efnið á síðunni hjálplegt?