324. fundur

324. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 00:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Ingimar Sigurðsson, varamaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir


Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 8. dagskrárlið breytingu á reglulegum fundi sveitarstjórnar og skýrsla sveitarstjóra færist niður sem 9. liður. Samþykkt með 7 atkvæðum.

1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 1033. fundar byggðarráðs frá 17. febrúar sl. Fundargerð í 5 liðum.

Dagskrárliður 4. Lögð fram fjögur tilboð í jarðvinnu vegna viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra. Þrjú tilboð voru undir kostnaðaráætlun og samþykkir byggðarráð að ganga til samninga við lægstbjóðanda Gunnlaug Agnar Sigurðsson. Hljóðar tilboðið uppá kr. 16.365.709. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1034. fundar byggðarráðs frá 24. febrúar sl. Fundargerð í 2 liðum.
Dagskrárliður 2. Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Hvammstanga. Gjaldskrárliðir eru sameinaðir en ekki er um gjaldskrárhækkun að ræða. Bætt er við heimild um afsláttarkjör vegna verkefna í samfélagsþágu. Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1035. fundar byggðarráðs frá 2. mars sl. Fundargerð í 5 liðum.
Dagskrárliður 3. Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og gerir að sinni. „Sveitarstjórn fagnar komu háskólalestarinnar í Húnaþing vestra og samþykkir að fara í samstarf við Háskóla Íslands um vísindaveislu í Félagsheimilinu Hvammstanga þann 16. maí nk.“

 

Dagskrárliður 5. Sigurður Ágústsson skólastjóri kom til fundar og fór yfir akstur skólabarna í og úr skipulögðum skólaferðum. Byggðarráð samþykkir tillögu skólastjóra að skólaakstur verði eftir valgreinaferð í mars og 10. bekkjar ferðalag í maí. Aukinn kostnaður vegna þessa verður tekinn af öðrum liðum í rekstri skólans. Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1036. fundar byggðarráðs frá 9. mars sl. Fundargerð í 10 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2. Fundargerð 210. fundar félagsmálaráðs frá 26. febrúar sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fundargerð 207. fundar fræðsluráðs frá 26. febrúar sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Fundargerð 172. fundar landbúnaðarráðs frá 4. mars sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Fundargerð 318. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 5. mars sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 1. nr. 2002043 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2. nr. 2002030 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4. nr. 2003010 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6. Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2020. Alvarleg bilun varð á tankbíl Brunavarna Húnaþings vestra í óveðrinu í desember við hreinsun á tengivirki Landsnets í Hrútatungu. Við skoðun kom í ljós að viðgerð á bílnum svarar ekki kostnaði. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 3.000.000 kr. vegna kaupa á nýjum tankbíl fyrir Brunavarnir Húnaþings vestra.
Mun fjárfestingin koma í stað endurnýjunar á bifreið fyrir félagsþjónustu og mun því ekki hafa áhrif á heildarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2020. Endurnýjun á bifreið fyrir félagsþjónustu verður því frestað. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7. Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Í bréfinu er beiðni um upplýsingagjöf er viðkemur fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum og framgang þeirra, ásamt samanburði við fjárhagsáætlun ársins 2019 með viðaukum. Með þessu skal kannað hvernig til hefur tekist að fara að ákvæðum 63. gr. sveitarstjórnarlaga um bindandi ákvæði ákvörðunar um fjárhagsáætlun ársins og gerð viðauka. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggur fram skjal með umbeðnum upplýsingum. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 

8. Breyting á reglulegum fundi sveitarstjórnar. Lögð fram tillaga um að færa næsta sveitarstjórnarfund til 16. apríl. Samþykkt með 7 atkvæðum.

9. Skýrsla sveitarstjóra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:02

Var efnið á síðunni hjálplegt?