326. Fundur

326. Fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2020 kl. 15:00 fjarfundabúnaður.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að færa á dagskrá sem 6. dagskrárlið skýrslu sveitarstjóra og sem 7. dagskrárlið kynningu frá Katli Sigurjónssyni á vindorkuverkefni. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 1037. fundar byggðarráðs frá 16. mars sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1038. fundar byggðarráðs frá 30. mars sl. Fundargerð í 9 liðum.
Dagskrárliður 7. Lögð fram umsókn frá Hoffelli ehf. um byggingarlóð undir parhús að
Bakkatúni 3. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn um lóðina Bakkatún 3 á
Hvammstanga. Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 8. Lögð fram umsókn frá Hoffelli ehf. um byggingarlóð undir parhús að
Bakkatúni 5. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn um lóðina Bakkatún 5 á
Hvammstanga. Deiliskipulag Túnahverfis gerir ráð fyrir að hægt sé að byggja par- eða raðhús yfir lóðarmörk samliggjandi lóða. Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1039. fundar byggðarráðs frá 6. apríl sl. Fundargerð í 13 liðum.
Dagskrárliður 10. Guðrún Ragnarsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Húnaþingi vestra. Guðrún hefur unnið hjá sveitarfélaginu frá árinu 1981, fyrst hjá Hvammstangahreppi og síðan Húnaþingi vestra eða í tæp 39 ár. Guðrún hefur unnið með 11 sveitarstjórnum og 7 sveitarstjórum á þessum 39 árum. Sveitarstjórn Húnaþings vestra þakkar Guðrúnu afar farsælt og óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélagsins og íbúa þess í áratugi. Sveitarstjórn óskar Guðrúnu velfarnaðar á komandi árum.

Dagskrárliður 12. Í vor rennur út samningur við Reykjatanga ehf. um rekstur skólabúða á Reykjum. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu leggur byggðarráð til að núgildandi samningur verði framlengdur um eitt ár. Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

2. Fundargerð 211. fundar félagsmálaráðs frá 1. apríl sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fundargerð 319. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 2. apríl sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 1. nr. 1910007. Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2019, umsókn frá Ástmundi A. Norland kt. 070766-4859 og Hanný Norland Heiler kt. 230562-7929, um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku í landi Flatnefsstaða. Borist hefur ósk frá umsækjendum að framkvæmdaleyfið verði fellt úr gildi og framkvæmdaleyfisgjaldið fellt niður. Sveitarstjórn samþykkir ákvörðun skipulags- og umhverfisráðs að fella niður framkvæmdaleyfið. Að auki samþykkir sveitarstjórn að framkvæmdaleyfisgjald verðir fellt niður. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

Dagskrárliður 2. nr. 2003063/2004008 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3. nr. 2003088 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Fundargerð 19. fundar veituráðs frá 31. mars sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Fundargerð 59. fundar ungmennaráðs frá 2. apríl sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6. Skýrsla sveitarstjóra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

7. 1802024 Ketill Sigurjónsson kemur inn á fundinn og kynnir fyrirhugað vindorkuverkefni Zephyr Iceland.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:52

Var efnið á síðunni hjálplegt?