Oddviti setti fund og óskaði eftir að færa á dagskrá sem 6. dagskrárlið skýrslu sveitarstjóra og sem 7. dagskrárlið kynningu frá Katli Sigurjónssyni á vindorkuverkefni. Samþykkt samhljóða.
1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 1037. fundar byggðarráðs frá 16. mars sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1038. fundar byggðarráðs frá 30. mars sl. Fundargerð í 9 liðum.
Dagskrárliður 7. Lögð fram umsókn frá Hoffelli ehf. um byggingarlóð undir parhús að
Bakkatúni 3. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn um lóðina Bakkatún 3 á
Hvammstanga. Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 8. Lögð fram umsókn frá Hoffelli ehf. um byggingarlóð undir parhús að
Bakkatúni 5. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn um lóðina Bakkatún 5 á
Hvammstanga. Deiliskipulag Túnahverfis gerir ráð fyrir að hægt sé að byggja par- eða raðhús yfir lóðarmörk samliggjandi lóða. Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1039. fundar byggðarráðs frá 6. apríl sl. Fundargerð í 13 liðum.
Dagskrárliður 10. Guðrún Ragnarsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Húnaþingi vestra. Guðrún hefur unnið hjá sveitarfélaginu frá árinu 1981, fyrst hjá Hvammstangahreppi og síðan Húnaþingi vestra eða í tæp 39 ár. Guðrún hefur unnið með 11 sveitarstjórnum og 7 sveitarstjórum á þessum 39 árum. Sveitarstjórn Húnaþings vestra þakkar Guðrúnu afar farsælt og óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélagsins og íbúa þess í áratugi. Sveitarstjórn óskar Guðrúnu velfarnaðar á komandi árum.
Dagskrárliður 12. Í vor rennur út samningur við Reykjatanga ehf. um rekstur skólabúða á Reykjum. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu leggur byggðarráð til að núgildandi samningur verði framlengdur um eitt ár. Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð 211. fundar félagsmálaráðs frá 1. apríl sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð 319. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 2. apríl sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 1. nr. 1910007. Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2019, umsókn frá Ástmundi A. Norland kt. 070766-4859 og Hanný Norland Heiler kt. 230562-7929, um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku í landi Flatnefsstaða. Borist hefur ósk frá umsækjendum að framkvæmdaleyfið verði fellt úr gildi og framkvæmdaleyfisgjaldið fellt niður. Sveitarstjórn samþykkir ákvörðun skipulags- og umhverfisráðs að fella niður framkvæmdaleyfið. Að auki samþykkir sveitarstjórn að framkvæmdaleyfisgjald verðir fellt niður. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum
Dagskrárliður 2. nr. 2003063/2004008 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3. nr. 2003088 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð 19. fundar veituráðs frá 31. mars sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Fundargerð 59. fundar ungmennaráðs frá 2. apríl sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Skýrsla sveitarstjóra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.
7. 1802024 Ketill Sigurjónsson kemur inn á fundinn og kynnir fyrirhugað vindorkuverkefni Zephyr Iceland.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:52