332. fundur

332. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 12. nóvember 2020 kl. 15:00 Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður og Magnús Eðvaldsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að bæta á dagskrá undir 2. dagskrárlið,  2. dagskrárlið fundargerðar 324. fundar skipulags- og umhverfisráðs sem frestað var á 331. fundi sveitarstjórnar 8. september sl. og viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2020 sem 9. dagskrárlið og verður 9. dagskrárliður því númer 10.

  1.       Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 1062. fundar byggðarráðs frá 12. október sl. Fundargerð í 4 liðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1063. fundar byggðarráðs frá 26. október sl. Fundargerð í 11 liðum.

Dagskrárliður 3 lokun útibús Tryggingamiðstöðvarinnar á Hvammstanga. Lögð fram tillaga um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs og geri hana að sinni;

„Sveitarstjórn leggur áherslu á að leitað verði eftir tilboðum í tryggingar sveitarfélagsins fyrir lok samningstíma. Sveitarstjórn ítrekar fyrri óskir byggðarráðs um fund með forsvarsmönnum Tryggingamiðstöðvarinnar“.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 4 svar frá Lyfju vegna mótmæla skerðingar á þjónustu við íbúa Húnaþings vestra með styttingu á opnunartíma Lyfju. Lögð fram tillaga um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs og geri hana að sinni;

„Sveitarstjórn fagnar endurskoðun á opnunartíma og leggur áherslu á að góð þjónusta skipti íbúa Húnaþings vestra miklu máli.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 8 tilnefning byggðarráðs í nefnd er fara skuli yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta að þær séu innan ramma kjarasamninga. Afgreiðsla byggðarráðs staðfest með 7 atkvæðum. 

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1064. fundar byggðarráðs frá 2. nóvember sl. Fundargerð í 2 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1065. fundar aukins byggðarráðs frá 9. nóvember sl. Fundargerð í 1 lið.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1066. fundar byggðarráðs frá 9. nóvember sl. Fundargerð í 11 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkti með 7 atkvæðum.

 2. Fundargerðir skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 326. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 10. nóvember sl. Fundargerð í 2 liðum.

Dagskrárliður 1,  2009068 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 2,  2011011 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 325. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 1. október sl. Fundargerð í 4 liðum.

Dagskrárliður  2, 1909034, afgreiðslu frestað á 331. fundi sveitarstjórnar 8. október sl., borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

 3.      Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 213. fundar fræðsluráðs frá 4. nóvember sl.  Fundargerð í 3 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 4.      Fundargerðir félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 216. fundar félagsmálaráðs frá 2. október sl. Fundargerð í 4 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 217. fundar félagsmálaráðs frá 28. október sl.  Fundargerð í 3 liðum.

Dagskrárliður 3. Félagsmálaráð lýsir áhyggjum yfir hækkandi hlutfalli atvinnulausra í sveitarfélaginu.  Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur ráðsins og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að skoða möguleg úrræði fyrir þennan hóp hjá Vinnumálastofnun.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 5.      Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 61. fundar ungmennaráðs frá 24. september sl. Fundargerð í 5 liðum.

      Dagskrárliður 1. Lögð fram eftirfarandi bókun;

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra býður nýkjörið ungmennaráð velkomið til starfa og óskar því velfarnaðar í störfum sínum fyrir sveitarfélagið.“

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

6.      Fundargerðir landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 179. fundar landbúnaðarráðs frá 14. október sl. Fundargerð í 4 liðum.

Dagskrárliður 3. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta ráðinu einni milljón króna til vetrarveiða á ref árið 2021. Dagskrárliður 3 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 180. fundar landbúnaðarráðs frá 5. nóvember sl. Fundargerð í 3 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 7.      Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 24. fundar veituráðs frá 10. nóvember sl. Fundargerð í 3 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.      Lántaka frá Lánasjóði sveitarfélaga. Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu;

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka tvö lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lán að höfuðstól kr. 80.000.000.-, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, vegna hitaveituframkvæmda og lán að höfuðstól 210 milljónir til viðbyggingar  við Grunnskóla Húnaþings vestra með lokagjalddaga 5. apríl 2034  í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

 

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að til tryggingar á lánunum (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

 

Eru lánin tekin til  endurnýjunar og nýframkvæmda við Hitaveitu Húnaþings vestra sem og viðbyggingu við Grunnskóla Húnaþings vestra sem fela í sér að verkefnin  sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra, kt. 031066-5499, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Húnaþings vestra að undirrita lánssamningana við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun lánanna.“

 

Rithandarsýnishorn umboðshafa:

 

 

_______________________________

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

9. Viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2020.

Lögð fram eftirfarandi tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020;

 

04 Fræðslumál, hækkun launa leik- og grunnskóla 56.100.000

04 Fræðslumál, aðkeypt þjónusta                           -19.000.000

04 Fræðslumál, hækkun tekna                                -23.000.000     

07 Slökkvilið, hækkun launa                                      3.900.000

                                                                Samtals breyting 18.000.000     

Viðauki þessi er m.a. gerður vegna þeirra áhrifa sem kjarasamingar hafa haft á rekstur sveitarfélagsins.

 

Kostnaði viðaukans verði mætt með lækkun á handbæru fé um kr. 18.000.000.

Viðauki nr. 5 borinn  undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

 10.  Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:50.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?