336. fundur

336. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 11. febrúar 2021 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, varaoddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður og Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 9. dagskrárlið Tónlistarskóla Húnaþings vestra. 9. dagskrárliður, skýrsla sveitarstjóra, verður því 10. dagskrárliður. Samþykkt með 7 atkvæðum.

1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 1074. fundar byggðarráðs frá 25. janúar sl. Fundargerð í 5 liðum.
Dagskrárliður 4 ráðning slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra. Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn samþykkir að ráða Jóhannes Kára Bragason í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra, ein umsókn barst um starfið og lágu umsóknargögn fyrir fundinum. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningunni.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 almenningssamgöngur. Lögð fram eftirfarandi bókun;
„Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur byggðarráðs vegna þjónustu Strætó bs. við íbúa Húnaþings vestra. Almenningssamgöngur eru íbúum nauðsynlegar og þurfa að vera raunverulegur valkostur. Þegar er búið að funda með fulltrúum Vegagerðarinnar og Strætó bs. þar sem fullur vilji var til að bregðast við athugasemdum sem fram komu.“
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1075. fundar byggðarráðs frá 1. febrúar sl. Fundargerð í 5 liðum.
Dagskrárliður 1 umsögn um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð. Dagskrárliður 1 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum. Magnús Vignir Eðvaldsson sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1076. fundar byggðarráðs frá 8. febrúar sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 1 drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk með Sveitarfélagið Skagafjörð sem leiðandi sveitarfélag. Samningurinn gildir til eins árs, með endurskoðunarákvæði í ársbyrjun 2022.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 umsögn um frumvarp til laga um jarðalög nr. 81/2004, 375. mál.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga að bókun sem byggir á umsögn byggðarráðs Húnaþings vestra um endurskoðun jarðalaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra vill árétta, með vísan til bókunar sveitarstjórnar Húnaþings vestra á 335. fundi þann 14. janúar sl., að það sé vilji sveitarstjórnar að jarðir séu nýttar til búsetu og atvinnustarfsemi og þar með að jarðasöfnun á fárra hendur sé ekki æskileg. Með vísan til fyrrnefndrar umsagnar er það gert skýrt að sveitarstjórn Húnaþings vestra leggst alfarið gegn jarðasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Telur sveitarstjórn að sú hámarksstærð á landareign sem kemur fram í lögunum sé of há.
Það er alltaf vilji sveitarstjórnar Húnaþings vestra að jarðir í sveitarfélaginu sé seldar til búsetu og/eða atvinnustarfsemi og dugar þar ekki að telja til lögheimili þar sem núgildandi lög útiloka ekki að hægt sé að halda lögheimili á einum stað en starfa og búa á öðrum stað. Markmið laganna ætti að vera að fá sem flesta einstaklinga til að flytja með sanni í viðkomandi sveitarfélag, skila þeim skyldum sem búsetu fylgja og að viðkomandi fái þau réttindi sem fylgja að sama skapi. Það verður enn og aftur áréttað að það fylgja því ekki einungis réttindi að kaupa jörð í sveit, því fylgja skyldur að auki, eitthvað sem hefur verið fyrirferðarminna í umræðunni en fyrrnefnd réttindi.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra beinir því hér með til ráðherra að líta til fyrrnefndrar umsagnar, enda kemur þar fram skýr afstaða sveitarstjórnar til jarðakaupa í sveitarfélaginu.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 329. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 4. febrúar sl. Fundargerð í 2 liðum.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 2102010 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, erindi nr. 2102011 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 220. fundar félagsmálaráðs frá 27. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 3 stefna og viðbragðsáætlun Húnaþings vestra gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn samþykkir stefnu og viðbragðsáætlun Húnaþings vestra gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 215. fundar fræðsluráðs frá 27. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 3 áskorun nemenda um nafnabreytingu á grunnskólanum. Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn frestar afgreiðslu þessa liðar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 182. fundar landbúnaðarráðs frá 3. febrúar sl. Fundargerð í 3 liðum.
Dagskrárliður 1 förgun dýrahræja. Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn felur umhverfisstjóra að gera kostnaðarmat miðað við sambærilegt fyrirkomulag á förgun dýrahræja og er í Dalabyggð.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 fjallskil jarðarinnar Efri-Fitja. Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við eigendur jarðanna Efri- og Neðri-Fitja um flutning jarðanna yfir í fjallskiladeild Miðfirðinga. Til greina kemur að framkvæma það með samningi og/eða breytingu á fjallskilareglugerð. Samhliða því verði sveitarstjóra einnig falinn undirbúningur að því að leigja eða selja þann hluta Stóra-Hvarfs sem eigendur Efri- og Neðri-Fitja hafa nýtt til upprekstrar.
Sveitarstjóra er falið að óska eftir fundi með sveitarstjórn Húnavatnshrepps um þátttöku þeirra í mönnun og kostnaði vegna leita á Víðidalstunguheiði í ljósi þess hve drjúgur hluti fjár úr Húnavatnshreppi kemur í réttir í Víðidal.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 26. fundar frá 9. febrúar sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Viðauki 1.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021:
Lindarvegur 3, parhús fastanúmer 251-1362 kr. 39.900.000
Hluti af söluverðmæti eigna kr. -19.900.000
Samtals breyting: kr. 20.000.000
Viðaukinn leiðir til lántöku að fjárhæð kr. 20.000.000.
Viðaukinn er í samræmi við bókun sveitarstjórnar á 335. fundi.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Lántaka.
Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Landsbankanum að fjárhæð kr. 20.000.000. Lánstíminn er til 15 ára, með fyrsta gjalddaga 1. apríl 2021 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér.
Lánið er tekið í samræmi við viðauka ársins 2021 sem gerður er vegna kaupa sveitarfélagsins á Lindarvegi 3, parhúsi með fastanúmer 251-1362.
Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra, kt. 031066-5499, er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Húnaþings vestra að undirrita lánssamninginn við Landsbankann, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun lánsins.“

Rithandarsýnishorn umboðshafa:


____________________________
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Tónlistarskóli Húnaþings vestra. Lögð er fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjóra er falið að auglýsa stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra lausa til umsóknar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. Skýrsla sveitarstjóra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:57.

Var efnið á síðunni hjálplegt?