340. fundur

340. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 27. maí 2021 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Valdimar H. Gunnlaugsson varamaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

1. Ársreikningur Húnaþings vestra og undirfyrirtækja árið 2020, fyrri umræða.
Kristján Jónasson endurskoðandi KPMG mætti til fundar við sveitarstjórn. Kristján lagði fram og skýrði ársreikninginn ásamt skýrslu um endurskoðun á ársreikningi fyrir árið 2020. Í framhaldinu svaraði Kristján fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.
Að umræðum loknum lagði oddviti fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2020 til síðari umræðu.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:22.

Var efnið á síðunni hjálplegt?