1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 1101. fundar byggðarráðs frá 6. september sl. Fundargerð í 10 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1102. fundar byggðarráðs frá 13. september sl. Fundargerð í 2 liðum.
Dagskrárliður 2 verðtilboð í frágang og steypu gangstétta.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 336. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 9. september sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 2108036 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, erindi nr. 2108056 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3, erindi nr. 2103013 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, erindi nr. 2109017 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 31. fundar veituráðs frá 14. september sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2021.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 að upphæð kr. 42.157.000:
Viðaukinn er gerður vegna styrks til tækjakaupa í tilefni 90 ára afmælis USVH, ófyrirséðrar viðgerðar á bifreið Brunavarna Húnaþings vestra, hækkunar á greiðslum húsaleigubóta, hækkunar á rekstrarkostnaði aksturs dagvistar aldraðra og aukins launakostnaðar í leikskóla, tónlistarskóla og embætti byggingarfulltrúa, m.a. vegna langtímaveikinda og fjölgunar leikskólabarna. Til að mæta kostnaði lækkar ófyrirséður kostnaður um kr. 6.000.000 og fjárhagsaðstoð lækkar um kr. 3.600.000. Viðaukinn felur í sér lækkun á handbæru fé um kr. 42.157.000.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Lántaka frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 235.000.000.-, með lokagjalddaga 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar á láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Lánið er tekið til að fjármagna viðbyggingu við Grunnskóla Húnaþings vestra sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra, kt. 031066-5499, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Húnaþings vestra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“
Rithandarsýnishorn umboðshafa:
___________________________
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Breytt tímasetning sveitarstjórnarfundar í nóvember.
Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að reglulegur sveitarstjórnarfundur í nóvember færist til miðvikudagsins 10. nóvember.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Skýrsla sveitarstjóra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið 15:46.