343. fundur

343. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 14. október 2021 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður. 

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 7. dagskrárlið fundargerð 187. fundar landbúnaðarráðs. Dagskrárliður nr. 7 viðauki nr. 4 verður því 8. dagskrárliður, nr. 8 lántaka verður 9. dagskrárliður og nr. 9 skýrsla sveitarstjóra verður 10. dagskrárliður. Samþykkt með 7 atkvæðum.
1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 1103. fundar byggðarráðs frá 20. september sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 1, úthlutun lóðar undir íbúðarhúsnæði að Lindarvegi 6.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, þátttaka í verkefninu um barnvæn samfélög og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2022.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í stuðningsverkefni um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja um þátttöku í verkefninu.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6, skipan í ungmennaráð Húnaþings vestra.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1104. fundar byggðarráðs frá 27. september sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1105. fundar byggðarráðs frá 27. september sl. Fundargerð í 2 liðum.
Dagskrárliður 1, embætti byggingarfulltrúa.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1106. fundar byggðarráðs frá 4. október sl. Fundargerð í 1 lið.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1107. fundar byggðarráðs frá 4. október sl. Fundargerð í 7 liðum.
Dagskrárliður 1, húnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar hugmyndum um stofnun húsnæðissjálfseignar-stofnunar sem stuðli að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðisins og vaxtarsvæða. Markmiðið er að ná til tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur til. Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmynd um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbygginni.“
Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1108. fundar byggðarráðs frá 11. október sl. Fundargerð í 1 lið.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1109. fundar byggðarráðs frá 11. október sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 337. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 7. október sl. Fundargerð í 11 liðum.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 2109016 a-liður borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, erindi nr. 2109048 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3, erindi nr. 2109072 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, erindi nr. 2110001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5, erindi nr. 2110002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6, erindi nr. 2110008 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7, erindi nr. 2109051 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 8, erindi nr. 2109032. Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Á 187. fundi landbúnaðarráðs áréttaði landbúnaðarráð í 5. dagskrárlið, að skógrækt á jörðinni Fjarðarhorni landnr. 142188 þurfi að taka tillit til og vera í sátt við nýtingu jarðarinnar og aðliggjandi jarða, en nauðsynlegt sé að tryggja að hefðbundin landbúnaðarnot geti haldist. Sömuleiðis benti ráðið á að gömul þjóðleið, Sölvamannagötur, liggur í gegnum land Fjarðarhorns vestur í Dali. Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Festis fasteigna ehf. og minjavörð Norðurlands vestra áður en framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðinni verði gefið út, þar sem þessum sjónarmiðum verður komið á framfæri.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 9, erindi nr. 2110017 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 10, erindi nr. 2110016 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 11, erindi nr. 2110015 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 221. fundar fræðsluráðs frá 29. september sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 228. fundar félagsmálaráðs frá 29. september sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 32. fundar veituráðs frá 12. október sl. Fundargerð í 3 liðum.
Dagskrárliður 3, umsókn frá Reykjaháls ehf.
Afgreiðsla veituráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 66. fundar ungmennaráðs frá 7. október sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 187. fundar landbúnaðarráðs frá 13. október sl. Fundargerð í 5 liðum.
Dagskrárliður 1, fjárveiting til vetrarveiða á ref. Sveitarstjórn samþykkir beiðni landbúnaðarráðs.
Dagskrárliður 4, varnargirðingar. Lögð fram eftirfarandi bókun;
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir bókun landbúnaðarráðs, en bæði landbúnaðarráð og sveitarstjórn mótmæltu niðurlagningu varnarlínu við Blöndu í febrúar 2018. Afar sérstakt er að Matvælastofnun hafi lagt niður varnargirðingu við Blöndu þrátt fyrir að starfshópur á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafi lagt til að varnarlínan myndi halda sér. Það er skýlaus krafa sveitarstjórnar Húnaþings vestra að viðhald varnargirðinga verði verulega bætt svo brýnum sjúkdómavörnum sé viðhaldið til verndar landbúnaði, enda er sauðfjárrækt ein af grunnstoðum samfélagsins í Húnaþingi vestra.“
Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 að upphæð kr. 60.000.000:
Viðaukinn er gerður þar sem meira verður framkvæmt í viðbyggingu grunnskólans en áætlað var á þessu ári sem hraðar framkvæmdum næsta árs. Viðaukann má einnig rekja til þess að í útreikningum viðbyggingarinnar var ekki gert ráð fyrir kostnaði við tengingu eldri grunnskólabyggingar við viðbygginguna.
Viðaukinn leiðir til lækkunar á handbæru fé um kr. 60.000.000.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Lántaka frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 40.000.000.-, með lokagjalddaga 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar á láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Lánið er tekið til að fjármagna viðhald og nýframkvæmdir hitaveitunnar sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra, kt. 031066-5499, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Húnaþings vestra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“


Rithandarsýnishorn umboðshafa:


___________________________
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10. Skýrsla sveitarstjóra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið 16:06.

Var efnið á síðunni hjálplegt?