Oddviti setti fund. Oddviti óskaði eftir að fá að taka á dagskrá sem 8. dagskrárlið þjónustu Íslandspóst. Skýrsla sveitarstjóra verður því 9. dagskrárliður.
Samþykkt með 7 atkvæðum.
- Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1114. fundar byggðarráðs frá 15. nóvember sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1115. fundar byggðarráðs frá 22. nóvember sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1116. fundar byggðarráðs frá 22. nóvember sl. Fundargerð í 8 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1117. fundar byggðarráðs frá 6. desember sl. Fundargerð í 6 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Skipulags- og umhverfisráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 339. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 2. desember sl. Fundargerð í 2 liðum.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 2109045 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, erindi nr. 2111053 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fræðsluráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 223. fundar fræðsluráðs frá 1. desember sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 230. fundar félagsmálaráðs frá 1. desember sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 4 reglur Húnaþings vestra um úthlutun sérstakra frístundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum á haustönn 2021. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir reglur um úthlutun sérstakra frístundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum á haustönn 2021.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Landbúnaðarráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 189. fundar landbúnaðarráðs frá 8. desember sl. Fundargerð í 6 liðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Ungmennaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 67. fundar frá 18. nóvember sl. Fundargerð í 3 liðum.
Dagskrárliður 2 ósk ungmennaráðs um að fá að úthluta kr. 300.000 til pílufélagsins á Hvammstanga til að halda pílunámskeið og kynna íþróttina fyrir börnum og ungmennum í sveitarfélaginu.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir, að þessu sinni, að veita ungmennaráði heimild til að nýta kr. 100.000 af ráðstöfunarfjármagni ráðsins árið 2021 til að styðja pílufélagið á Hvammstanga vegna námskeiðs og kynningar íþróttarinnar fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 ósk ungmennaráðs um að fá að úthluta Kjúklingaráði Óríon kr. 100.000 til að halda plötusnúðanámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að veita ungmennaráði heimild til að nýta kr. 100.000 af ráðstöfunarfjármagni ráðsins árið 2021 til að styðja Kjúklingaráð Óríon vegna plötusnúðanámskeiðs fyrir ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Gjaldskrár 2022.
Gjaldskrár til seinni umræðu. Fyrri umræða fór fram á 345. fundi sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hitaveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Þjónusta Íslandspósts. Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir bókun stjórnar SSNV frá 7. desember sl. varðandi póstþjónustu. Sveitarstjórn harmar þá lagabreytingu sem leiddi til þess að veruleg hækkun varð á póstþjónustu út um landsbyggðir. Breytingin skerðir rekstrarskilyrði fyrirtækja á landsbyggðunum sem og hag íbúa. Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á ríkisvaldið að afturkalla fyrrnefndar lagabreytingar svo færa megi gjaldskrána til fyrra horfs. Jafnframt lýsir sveitarstjórn yfir óánægju með þá þjónustuskerðingu sem varð þegar símaþjónustu Íslandspósts var breytt, en ekki er lengur hægt að hafa beint samband við útibú á landsbyggðunum.“
9. Skýrsla sveitarstjóra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:48.