Oddviti setti fund. Oddviti óskaði eftir að fá að taka á dagskrá sem 11. dagskrárlið uppsögn leikskólastjóra, sem 12. dagskrárlið ráðningu sviðsstjóra fjölskyldusviðs, 13. dagskrárlið Skólabúðirnar að Reykjum og sem 14. dagskrárlið tilnefning í fulltrúaráð Leigufélagsins Bústaðar hses. Skýrsla sveitarstjóra verður því 15. dagskrárliður.
Samþykkt með 7 atkvæðum.
1. Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1121. fundar byggðarráðs frá 17. janúar sl. Fundargerð í 5 liðum.
Dagskrárliður 1, 2201023 úthlutun byggingarlóða að Grundartúni 13, 15 og 17.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5, 2201032 úthlutun byggingarlóðar að Lindarvegi 12.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. Magnús Magnússon vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1122. fundar byggðarráðs frá 24. janúar sl. Fundargerð í 7 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1123. fundar byggðarráðs frá 31. janúar sl. Fundargerð í 6 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1124. fundar byggðarráðs frá 7. febrúar sl. Fundargerð í 8 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Skipulags- og umhverfisráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 341. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 3. febrúar sl. Fundargerð í 10 liðum.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 2111053, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, erindi nr. 22011039, borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Dagskrárliður 3, erindi nr. 2201007, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Magnús Magnússon vék af fundi.
Dagskrárliður 4, erindi nr. 2202002, borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
Dagskrárliður 5, erindi nr. 2202003, borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
Dagskrárliður 6, erindi nr. 2202004, borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
Dagskrárliður 7, erindi nr. 2202005, borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
Dagskrárliður 8, erindi nr. 2202006, borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
Magnús Magnússon kom aftur til fundar.
Dagskrárliður 9, erindi nr. 2202010, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 10, erindi nr. 2201016. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem tekur á breyttum skilmálum fyrir lóðina að Lindarvegi 8, að undangenginni forkynningu fyrir hagsmunaaðila og umsögn veituráðs. Deiliskipulagsbreytingin verður unnin á kostnað umsækjanda sem framkvæmdaraðila, í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem tillagan felur í sér minniháttar breytingu á aðalskipulagi.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fræðsluráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 224. fundar fræðsluráðs frá 26. janúar sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 231. fundar félagsmálaráðs frá 26. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Veituráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 34. fundar veituráðs frá 1. febrúar sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Stofnun fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að vera stofnandi að fyrirhugaðri húsnæðissjálfseignarstofnun. Samþykkt er að leggja fram kr. 100.000 í stofnfé. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins. Sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að útbúa viðauka vegna fjárfestingarinnar, sem taka skal af liðnum ófyrirséðu.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Reglur um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir fyrirliggjandi reglur um úthlutun lóða.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Samþykkt um breytingu á samþykktum um stjórn Húnaþings vestra nr. 588/2019, með síðari breytingum, seinni umræða.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á samþykktum um stjórn Húnaþings vestra nr. 588/2019, með síðari breytingum.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. Gjaldskrár.
Gjaldskrá heiðarskála Víðidalstunguheiðar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá heiðarskála Víðidalstunguheiðar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra, seinni umræða.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11. Uppsögn leikskólastjóra.
Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri Leikskólans Ásgarðs hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júní nk. Sveitarstjórn þakkar Guðrúnu Láru fyrir störf hennar í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Sveitarstjóra er falið að auglýsa starf leikskólastjóra Leikskólans Ásgarðs.
12. Ráðning sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjóra er falið að auglýsa starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
13. Skólabúðirnar að Reykjum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Í framhaldi af ákvörðun 348. fundar sveitarstjórnar um málefni Skólabúðanna að Reykjum hafa sveitarstjóri og byggðarráð undirbúið auglýsingu. Sveitarstjóra og byggðarráði er veitt umboð sveitarstjórnar til að vinna málið áfram og auglýsa eftir samstarfsaðilum um rekstur skólabúðanna. Sveitarstjóra og byggðarráði er falið að taka á móti umsóknum, meta þær og skila tillögu til sveitarstjórnar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
14. Tilnefning fulltrúa í fulltrúaráð Leigufélagsins Bústaðar hses.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn tilnefnir Þorleif Karl Eggertsson, Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur og Sigríði Ólafsdóttur sem fulltrúa í fulltrúaráði Leigufélagsins Bústaðar hses.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
15. Skýrsla sveitarstjóra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:03.