Oddviti setti fund.
Oddviti óskaði eftir að taka á dagskrá sem 10. dagskrárlið málefni flóttafólks frá Úkraínu. Skýrsla sveitarstjóra verður 11. dagskrárliður. Samþykkt með 7 atkvæðum.
1. Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1125. fundar byggðarráðs frá 14. febrúar sl. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 1, 2201071 og 2201073 úthlutun byggingarlóðarinnar að Lindarvegi 1.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1126. fundar byggðarráðs frá 28. febrúar sl. Fundargerð í 9 liðum.
Dagskrárliður 1, 2202054 úthlutun byggingarlóðar að Gilsbakka 1-3 á Laugarbakka.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, 2202053 viljayfirlýsing á milli Bjargs íbúðarfélags og Húnaþings vestra um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða á Hvammstanga á grundvelli laga um húsnæðissjálfseignastofnanir.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn fagnar því að Bjarg íbúðarfélag lýsi yfir áhuga á því að byggja upp leiguíbúðir í sveitarfélaginu.“
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1127. fundar byggðarráðs frá 7. mars sl. Fundargerð í 9 liðum.
Dagskrárliður 5, 2202061 úthlutun byggingarlóðar að Grundartúni 2.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Skipulags- og umhverfisráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 342. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 3. mars sl. Fundargerð í 7 liðum.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 2111025, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, erindi nr. 2202049, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3, erindi nr. 2201037, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, erindi nr. 2203006, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5, erindi nr. 2201006, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6, erindi nr. 2203008, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7, erindi nr. 2203009, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fræðsluráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 225. fundar fræðsluráðs frá 23. febrúar sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 232. fundar félagsmálaráðs frá 2. mars sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Veituráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 35. fundar veituráðs frá 2. mars sl. Fundargerð í 7 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Ungmennaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 68. fundar ungmennaráðs frá 17. febrúar sl. Fundargerð í 2 liðum.
Dagskrárliður 2, ósk um aukafund á vordögum vegna undirbúnings fyrir fund með stjórnmálaflokkum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að ungmennaráð fái heimild til að halda einn aukafund í vor.“
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Afsal vegna slita.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra, Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, að ganga frá afsali fasteignarinnar að Klapparstíg 4 fyrir hönd Félagsheimilisins Hvammstanga (afsalsgjafi) sem og Húnaþings vestra (afsalshafa). Afsalið er tilkomið vegna slita á kennitölu Félagsheimilisins 540169-6919.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Breyting á reglulegum fundi sveitarstjórnar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að reglubundinn sveitarstjórnarfundur í aprílmánuði verði miðvikudaginn 13. apríl nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Aukafundur sveitarstjórnar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að halda aukafund sveitarstjórnar miðvikudaginn 30. mars nk. þar sem ársreikningur sveitarfélagsins verður til fyrri umræðu.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. Málefni flóttafólks frá Úkraínu.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn Húnaþing vestra tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 907. fundi þann 22. febrúar sl. þar sem tekið er undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að kanna mögulegt framboð húsnæðis fyrir flóttafólk frá Úkraínu m.a. með því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum. Sveitarstjóra er falið að vera í samskiptum við stjórnvöld og kanna með hvaða hætti sveitarfélagið getur mögulega haft aðkomu að því mikilvæga verkefni sem fyrir höndum er hvað varðar aðstoð við flóttamenn.“
11. Skýrsla sveitarstjóra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:38.