1. Ársreikningur Húnaþings vestra og undirfyrirtækja árið 2021, fyrri umræða.
Kristján Jónasson endurskoðandi KPMG mætti til fundar við sveitarstjórn. Kristján lagði fram og skýrði ársreikninginn ásamt skýrslu um endurskoðun á ársreikningi fyrir árið 2021. Í framhaldinu svaraði Kristján fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.
Að umræðu lokinni lagði oddviti fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2021 til síðari umræðu.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð 1130. fundar byggðarráðs frá 30. mars 2022, fundargerð í 3 liðum.
Dagskrárliður 1, ráðning sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, ráðning leikskólastjóra Leikskólans Ásgarðs.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti vék af fundi og varaoddviti tók við fundarstjórn.
Dagskrárliður 3, afleysing skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Oddviti kom aftur til fundar og tók við fundarstjórn.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:25