Oddviti setti fund. Oddviti óskaði að fá að taka á dagskrá sem 7. dagskrárlið fundargerð 343. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 12. apríl sl. og sem 8. dagskrárlið fundargerð 190. fundar landbúnaðarráðs frá 16. mars sl. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga verður 9. dagskrárliður, Ársreikningur 2021, seinni umræða verður 10. dagskrárliður og skýrsla sveitarstjóra 11. dagskrárliður. Samþykkt með 7 atkvæðum.
- Byggðarráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 1128. fundar byggðarráðs frá 14. mars sl. Fundargerð í 4 liðum. Dagskrárliður 3 tilboð frá Consello ehf. í ráðgjöf og umsjón vegna útboðs á tryggingum sveitarfélagsins.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1129. fundar byggðarráðs frá 28. mars sl. Fundargerð í 8 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1131. fundar byggðarráðs frá 4. apríl sl. Fundargerð í 11 liðum.
Dagskrárliður 10 bréf frá starfshópi um uppbyggingu aðstöðuhúss í Kirkjuhvammi. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1132. fundar byggðarráðs frá 11. apríl sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 2 bréf frá matvælaráðuneytinu vegna Núpsdalstungu.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Þann 15. desember 2020 óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (nú matvælaráðuneytið) umsagnar Húnaþings vestra varðandi sölu á Núpsdalstungu, samkvæmt jarðalögum nr. 81/2004., 11. mgr. 10. gr. a. Var þeirri skyldu gegnt og má sjá í fundargerðum frá 335. fundi sveitarstjórnar þann 14. janúar 2021 og 336. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2021.
Í jarðalögum segir, í 2. mgr. 10.gr. a að aðilar sem eiga yfir 1.500 hektara lands þurfi að leita samþykkis ráðuneytis til kaupa á meira landi.
Samkvæmt upplýsingum Húnaþings vestra var gefið leyfi af hendi matvælaráðuneytis, áður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fyrir sölunni á Núpsdalstungu til fyrirhugaðs kaupanda sem átti þá þegar yfir 1.500 hektara lands, gegn því að búsetuskylda yrði á viðkomandi jörð. Var það í samræmi við jarðalög.
Nú ber svo við að matvælaráðuneyti óskar eftir því að sveitarfélagið Húnaþing vestra staðfesti og samþykki nýtingu viðkomandi jarðar, án búsetu, sem samræmist ekki fyrri ákvörðun ráðuneytis og jarðalögum.
Það er ekki þægilegt neinu sveitarfélagi að búa við umhverfi þar sem ráðuneyti kemur undanþágum frá kvöðum vegna sölu jarða yfir á viðkomandi sveitarfélag. Er því gagnrýnt að ráðuneytið reyni að fría sig ábyrgð og varpi henni yfir á sveitarfélagið eingöngu, sérlega þar sem þessi ákvarðanataka er samkvæmt lögum á herðum ráðuneytisins en ekki sveitarfélagsins. Vakin er athygli á að afstaða sveitarfélagsins snýr ekki sérstaklega að viðkomandi jörð heldur því viðhorfi sveitarstjórnar að jarðir eigi ekki að safnast á fárra manna hendur.
Í bréfi því sem kom frá matvælaráðuneytinu varðandi viðkomandi mál er þar að auki vísað til ábúðarlaga sem í rauninni eiga ekki við í þessu máli þar sem jarðarkaup þau sem um ræðir, og voru bundin skilyrðum frá ráðuneytinu, voru gerð á grundvelli jarðalaga nr. 81/2004 en ekki ábúðarlaga nr. 80/2004.
Sveitarstjórn vísar hér með erindinu aftur til matvælaráðuneytisins. Jafnframt þarf ráðuneytið að setja sér skýrari stefnu varðandi nýtingu lands til framtíðar og ákveða hvort það standi almennt til að fylgja jarðalögum varðandi jarðasöfnun eða hvort það eigi einungis við á tyllidögum. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með matvælaráðherra vegna jarðalaga nr. 81/2004.“
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fræðsluráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 226. fundar fræðsluráðs frá 30. mars sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 233. fundar félagsmálaráðs frá 30. mars sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Öldungaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 5. fundar öldungaráðs frá 6. apríl sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Veituráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 36. fundar veituráðs frá 5. apríl sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Ungmennaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 69. fundar ungmennaráðs frá 6. apríl sl. Fundargerð í 1 lið.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Skipulags- og umhverfisráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 343. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 12. apríl sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 22010040, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum
Dagskrárliður 3, erindi nr. 2201006, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, erindi nr. 2204022. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kalla eftir tilboðum í endurskoðun deiliskipulags austan Norðurbrautar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Landbúnaðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 190. fundar landbúnaðarráðs frá 16. mars sl. Fundargerð í 1 lið.
Dagskrárliður 1 úthlutun fjármagns til viðhalds heiðagirðinga.
Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí nk.
Fram lögð kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga í Húnaþingi vestra þann 14. maí 2022. Á kjörskrá eru alls 934 einstaklingar. Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu: „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir kjörskrána og felur sveitarstjóra áritun hennar og framlagningu. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra jafnframt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninganna 14. maí nk. í samræmi við 32. gr. kosningalaga nr. 112/2021.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. Ársreikningur 2021, síðari umræða.
Ársreikningur Húnaþings vestra lagður fram til seinni umræðu ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG. Ársreikningurinn samanstendur annars vegar af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og hins vegar um A- og B-hluta samantekinn. Til A-hluta telst sú starfsemi sveitarfélagsins sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, þ.e. aðalsjóður, eignasjóður og þjónustumiðstöð sveitarfélagsins. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, þ.e. Fráveita, Vatnsveita, Hitaveita, Hafnarsjóður, Félagslegar íbúðir og Reykjaeignir ehf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagðan ársreikning sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2021.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Helstu niðurstöður ársreiknings Húnaþings vestra árið 2021 eru:
Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var jákvæð um kr. 24,8 milljónir, samanborið við kr. 33,4 milljónir árið 2020. Rekstrarniðurstaða A-hluta var kr. 32,0 milljónir, samanborið við kr. 50,0 milljónir árið 2020.
Breyting á lífeyrisskuldbindingum A- og B-hluta var kr. 36,2 milljónir samanborið við 16,1 milljón árið 2020.
Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta var kr. 229,2 milljónir, samanborið við kr. 140,3 milljónir árið 2020.
Lántökur A- og B-hluta voru kr. 295 milljónir, samanborið við kr. 290 milljónir árið 2020. Afborganir langtímalána A- og B-hluta voru kr. 69,8 milljónir, samanborið við kr. 46,0 milljónir árið 2020.
Skuldahlutfall A- og B-hluta var 82,9% samanborið við 71,7% árið 2020. Í hefðbundnu árferði ber sveitarfélögum að sjá til þess að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum. Vegna COVID-19 hefur sú regla þó verið afnumin út árið 2022.
Langtímaskuldir A- og B-hluta eru kr. 966,6 milljónir, samanborið við 796,0 milljónir árið 2020.
Veltufé frá rekstri var kr. 152,0 milljónir, eða 8,6% í hlutfalli við rekstrartekjur. Árið 2020 var veltufé frá rekstri kr. 122,5 milljónir, eða 7,4% í hlutfalli við rekstrartekjur.
Veltufjárhlutfall A-hluta var 2,91, samanborið við 3,24 árið 2020.
Laun, launatengd gjöld og breyting lífeyrisskuldbindingar A-hluta var 56,9% í hlutfalli við rekstrartekjur, samanborið við 56,4% árið 2020.
Fjárfestingar á árinu 2021 voru kr. 429,8 milljónir króna, samanborið við kr. 386,4 milljónir árið 2020. Seldir fastafjármunir voru kr. 22,3 milljónir króna. Stærsti hluti fjárfestingarinnar er vegna viðbyggingar grunnskólans, en einnig var fjárfest í parhúsíbúð, ásamt fjárfestingum í hitaveitu og gangstéttum.
Staða sveitarfélagsins er sterk. Þegar fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt voru ákveðnar blikur á lofti um að rekstur sveitarfélagsins yrði erfiður og lagði sveitarstjórn áherslu á aðhald í rekstri. Með góðu samstarfi við forstöðumenn og útsjónarsemi þeirra sem og hærri tekjum en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlunum, skilar sveitarfélagið jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Sveitarstjórn vill þakka stjórnendum og starfsfólki fyrir aðhald og skynsemi í rekstri á árinu 2021.
11. Skýrsla sveitarstjóra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrsla var flutt munnlega og til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:00.