Oddviti setti fund.
1. Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1133. fundar byggðarráðs frá 25. apríl sl. Fundargerð í 8 liðum. Dagskrárliður 8 um skipan Hólmfríðar Sveinsdóttur í stjórn Selaseturs Íslands.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1134. fundar byggðarráðs frá 9. maí sl. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 2 atvinnu- og nýsköpunarsjóður. Hólakot, lokaskýrsla vegna styrkveitingar sem Ingveldur Ása Konráðsdóttir fékk hjá sjóðnum vegna verkefnisins „Hólakot hundahótel- og þjálfun.“
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Ingveldur Ása Konráðsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Dagskrárliður 8 matvælaráðuneytið, sérreglur byggðakvóta.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir eftirfarandi reglur um úthlutun 70 þorskígildistonna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2021/2022:
Ákvæði reglugerðar nr. 995/2021 gilda um úthlutun byggðakvóta Hvammstanga með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a. 65% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 731/2020 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021. Við skiptingu þessa 65% byggðakvóta Húnaþings vestra, til ofangreindra skipa, skal miða við meðaltal landaðs botnfiskafla í þorskígildum talið, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn, fiskveiðiárið 2020/2021.
b. 35% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 995/2021, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022, miðað við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2020/2021.
b) Skip eiga rétt til úthlutunar úr báðum pottum samkvæmt a- og b-lið, að uppfylltum skilyrðum.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.
Rökstuðningur/viðaukar/breytingar frá reglugerð nr. 995/2021 er felast í tillögum Húnaþings vestra eru byggð á eftirfarandi:
Rökstuðningur sveitarstjórnar er sá að í byggðarlaginu er engin bolfiskvinnsla.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Skipulags- og umhverfisráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 344. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 5. maí sl. Fundargerð í 11 liðum.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 2204025, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, erindi nr. 2011043, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3, erindi nr. 2204027, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5, erindi nr. 2204020, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6, erindi nr. 2205004, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7, erindi nr. 2205005, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 8, erindi nr. 2203008, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 9, erindi nr. 2205008, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 10, erindi nr. 2205014, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 11, erindi nr. 2205017, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fræðsluráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 227. fundar fræðsluráðs frá 4. maí sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra þakkar Guðrúnu Láru Magnúsdóttur, Maria Gaskell og Jenný Þórkötlu Magnúsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
4. Félagsmálaráð, fomaður kynnti.
Fundargerð 234. fundar félagsmálaráðs frá 4. maí sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Landbúnaðarráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 191. fundar landbúnaðarráðs frá 27. apríl sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Ungmennaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 70. fundar ungmennaráðs frá 11. maí sl. Fundargerð í 1 lið.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Viðauki 1 við fjárhagsáætlun ársins 2022.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að viðauka vegna fjárhagsáætlunar ársins 2022:
21 -Sameiginlegur kostnaður
Aðkeypt sérfræðiþjónusta kr. 1.100.000
21 – Kynningarmál
Aðkeypt þjónusta kr. 250.000
04 – Fræðslu og uppeldismál
Hljóðkerfi í húsnæði grunn- og tónlistarskóla kr. 1.450.000
Tekið af liðnum 2190, ófyrirséð. kr. – 2.800.000
Á 1128. fundi byggðarráðs var samþykkt að semja við Consello tryggingaráðgjafa til að sjá um tryggingaútboð fyrir sveitarfélagið, auk þess eru hækkuð framlög til kynningarmála. Fyrirliggjandi er tilboð í hljóðkerfi í húsnæði grunn- og tónlistarskóla, en tilboð í það ásamt nauðsynlegum fylgihlutum er kr. 1.450.000. Ófyrirséð lækkar sem sömu fjárhæð nemur og því hefur viðaukinn ekki áhrif á áætlaða rekstrarafkomu Húnaþings vestra árið 2022.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Skipan í kjörstjórn.
Í samráði við formann kjörstjórnar, vegna vanhæfis og forfalla, er lögð fram eftirfarandi tillaga um skipan í kjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninganna 14. maí nk.:
„Björn Líndal Traustason, Kristín Ólafsdóttir og Ingibjörg Markúsdóttir taka sæti varamanna í kjörstjórn Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fyrir sitja sem aðalmenn í kjörstjórn Ragnheiður Sveinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir og
Gunnar Örn Jakobsson.
9. Breyting á samþykkt um stjórn Húnaþings vestra, fyrri umræða.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykktir tillögu að breytingu á samþykktum um stjórn Húnaþings vestra nr. 588/2019, með síðari breytingum, og vísar til síðari umræðu sveitarstjórnar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. Skýrsla sveitarstjóra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrsla var flutt munnlega og til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:26.