355. fundur

355. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 11. ágúst 2022 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Vignir Eðvaldson aðalmaður, Magnús Magnússon aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á sem 6. dagskrárlið Skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Skýrsla sveitarstjóra verður því 7. dagskrárliður. Samþykkt samhljóða. Gengið var til dagskrár.

 

  1. Byggðarráð, formaður kynnti.

Fundargerð 1142. fundar byggðarráðs frá 2. ágúst sl. Fundargerð í 8 liðum.

Dagskrárliður 1 um rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki janúar – júní 2022. Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra að skoða möguleika til hagræðingar.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 5, tilboð í deiliskipulag á Laugarbakka og við Hvítserk.

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 7, ráðning skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra og fyrirkomulag á stjórnun skólans skólaárið 2022 – 2023.

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.  Skipulags- og umhverfisráð, formaður kynnti.

Fundargerð 347. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 5. ágúst sl. Fundargerð í 2 liðum.

Dagskrárliður 1, erindi nr. 2201037 um framkvæmdarleyfi Laxárdalsvegar, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 2, erindi nr. 2208001 um stofnun lóðar úr landi Svalbarðs, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.  Landbúnaðarráð, formaður kynnti.

Fundargerð 193. fundar landbúnaðarráðs frá 3. ágúst sl. Fundargerð í 3 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Veituráð, oddviti kynnti.

Fundargerð 37. fundar veituráðs frá 9. ágúst sl. Fundargerð í 5 liðum.

Dagskrárliður 2, vatnsskortur á Laugarbakka. Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn felur veitustjóra að meta kostnað við forvinnu og frumhönnun á nauðsynlegum framkvæmdum vegna vatnsskorts á Laugarbakka og leggja fyrir byggðarráð.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Skipulag vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2023.

Lögð fram drög að skipulagi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2023, ásamt þriggja ára áætlun. Sveitarstjórn samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að kynna fyrirkomulagið fyrir forstöðumönnum.

6. Skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði.

Fyrir fundinum lá samningur á milli Húnaþings vestra og Ungmennafélags Íslands um rekstur skólabúðanna að Reykjum til næstu 10 ára. Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning við Ungmennafélag Íslands og felur sveitarstjóra undirritun hans.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7. Skýrsla sveitarstjóra.

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Á þessum síðasta sveitarstjórnarfundi Ragnheiðar Jónu sem sveitarstjóri vill sveitarstjórn koma á framfæri sérstöku þakklæti til hennar fyrir störf í þágu sveitarfélagsins. Verkefni hennar hafa á tíðum verið ærin, en með eljusömu og óeigingjörnu starfi sínu hefur hún leyst þau öll með sóma.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:47.

Var efnið á síðunni hjálplegt?