Oddviti setti fund og bauð Unni Valborgu velkomna til starfa. Sveitarstjórn óskaði Unni Valborgu velfarnaðar í störfum sínum sem sveitarstjóri. Oddviti áréttaði að skv. 47. gr. samþykkta um stjórn Húnaþings vestra fer sveitarstjóri með prókúru fyrir hönd sveitarfélagsins.
Oddviti óskaði eftir að bæta á dagskrá, sem 11. dagskrárlið, samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu. Skýrsla sveitarstjóra verður því 12. dagskrárliður. Samþykkt samhljóða. Gengið var til dagskrár.
1. Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1143. fundar byggðarráðs frá 15. ágúst sl. Fundargerð í 2 liðum.
Dagskrárliður 1 tímabundin ráðning Pálínu Fanneyjar Skúladóttur vegna tímabundinnar stjórnunar skólans til 1. október nk.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1144. fundar byggðarráðs frá 22. ágúst sl. Fundargerð í 9 liðum.
Dagskrárliður 9 tímabundin ráðstöfun leiguíbúðarinnar að Garðavegi 18 til fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1145. fundar byggðarráðs frá 29. ágúst sl. Fundargerð í 8 liðum.
Magnús Magnússon vék af fundi við afgreiðslu dagskrárliðar 1.
Dagskrárliður 1 umsókn frá FÍH um greiðslu miðnáms framhaldsskólanema í hljóðfæraleik.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Magnús Magnússon kom aftur til fundar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2 Skipulags- og umhverfisráð, formaður kynnti.
Fundargerð 348. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 31. ágúst sl. Fundargerð í 4 liðum.
Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu dagskrárliðar 1.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 2208056 breyting á afmörkun lóðar og staðfangs að Lækjamóti, borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
Friðrik Már Sigurðsson kom aftur til fundar.
Dagskrárliður 2, erindi nr. 2208064 stöðuleyfi gámaeininga í landi Efri-Foss, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3, erindi nr. 2208076 umsókn um stækkun byggingarreitar að Reynhólum, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, erindi nr. 2201016 deiliskipulag austan Norðurbrautar – byggingarleyfi, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 236. fundar félagsmálaráðs frá 31. ágúst sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fræðsluráð, formaður kynnti.
Fundargerð 229. fundar fræðsluráðs frá 1. september sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Ráðning skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að ráða Pálínu Fanneyju Skúladóttur í starf skólastjóra við Tónlistarskóla Húnaþings vestra frá 1. október nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Reglur barnaverndar Húnaþings vestra, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Reykhólahrepps um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur, barnaverndarnefndin samþykkti þær þann 18. ágúst sl. og byggðarráð á 1145. fundi sínum þann 29. ágúst sl.
7. Skipan varamanns í skipulags- og umhverfisráð.
Þórey Edda Elísdóttir hefur beðist lausnar frá störfum sínum sem varamaður í skipulags- og umhverfisráði, en vegna flutnings úr sveitarfélaginu uppfyllir hún ekki lengur skilyrði 2. mgr. 43. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um kjörgengi.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Erlu Björgu Kristinsdóttur sem varamann í skipulags- og umhverfisráð fyrir hönd N-listans.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Skipan varamanns í veituráð.
Þórey Edda Elísdóttir hefur beðist lausnar frá störfum sínum sem varamaður í veituráði, en vegna flutnings úr sveitarfélaginu uppfyllir hún ekki lengur skilyrði 2. mgr. 43. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um kjörgengi.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Sigurbjörgu Jóhannesdóttur sem varamann í veituráð fyrir hönd N-listans.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Breyttur fundartími reglulegs sveitarstjórnarfundar í október.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að reglulegur sveitarstjórnarfundur októbermánaðar verði þriðjudaginn 11. október nk. klukkan 15:00 í fundarsal Ráðhússins.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. Siðareglur kjörinna fulltrúa.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn staðfestir núgildandi siðareglur og telur ekki ástæðu til endurskoðunar þeirra í samræmi við 1. mgr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Sveitarstjórn undirritar siðareglurnar.
11. Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu.
Lögð fram drög að samningi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar. Samkvæmt innleiðingu á breytingum á barnaverndarlögum skulu öll sveitarfélög hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og felur sveitarstjóra að undirrita samning þann sem fyrir liggur, dags. 7. september 2022.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12. Skýrsla sveitarstjóra.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá 1. september sl. er hún tók til starfa. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:07.