363. Fundur

363. Fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 12. janúar 2023 kl. 15:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Magnússon varaoddviti, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður og Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Oddviti setti fund. Gengið var til dagskrár.

  1. Byggðarráð, formaður kynnti.
    Fundargerð 1161. fundar byggðarráðs frá 12. desember sl. Fundargerð í 5 liðum.
    Dagskrárliður 1, samningur um þjónustu Samtakanna ´78.
    Lögð fram eftirfarandi bókun:
    „Sveitarstjórn fagnar samningi um reglubundna fræðslu um hinsegin málefni fyrir starfsfólk grunnskóla, leikskóla og félagsmiðstöðvar, sem og til nemenda og stjórnenda Húnaþings vestra.“
    Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
    Fundargerð 1162. fundar byggðarráðs frá 2. janúar sl. Fundargerð í 9 liðum.
    Dagskrárliður 3, umsókn um lóðina Grundartún 8.
    Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
    Fundargerð 1163. fundar byggðarráðs frá 9. janúar sl. Fundargerð í 3 liðum.
    Dagskrárliður 1, úthlutunarreglur byggðakvóta fiskveiðiárið 2022/2023. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
    „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir eftirfarandi reglur um úthlutun 130 þorskígildistonna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023:

Ákvæði reglugerðar nr. 1370/2022 gilda um úthlutun byggðakvóta Húnaþings vestra með eftirfarandi viðauka/breytingum:
I.   1.málsl. 1. málsgr. 4. gr:
a. 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 919/2021 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 995/2021, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022. Við skiptingu þessa 50% byggðakvóta Húnaþings vestra, til ofangreindra skipa, skal miða við meðaltal landaðs botnfiskafla í þorskígildum talið, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2021/2022.
b. 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 1370/2022, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023, miðað við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2021/2022.
c. Skip eiga rétt til úthlutunar úr báðum pottum samkvæmt a- og b-lið, að uppfylltum skilyrðum.
Rökstuðningur er sá að af þeim bátum sem gera út frá Hvammstanga er aðeins hluti þeirra sem varð fyrir áhrifum aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa.
II.  málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.
Rökstuðningur er sá að í byggðarlaginu er engin fiskvinnsla.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2. Skipulags- og umhverfisráð, formaður kynnti.
Fundargerð 352. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 5. janúar sl. Fundargerð í 6 liðum.
Magnús Magnússon vék af fundi kl. 15:18 áður en dagskrárliður 1 var tekinn til afgreiðslu.
Dagskrárliður 1 erindi nr. 2210015, Lindarvegur 12 umsókn um byggingarleyfi, borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
Magnús Magnússon kom aftur til fundar kl. 15:19 að lokinni afgreiðslu dagskrárliðar 1.
Dagskrárliður 2 erindi nr. 2212003, umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Borðeyrarbæjar, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 erindi nr. 2212004, umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Laxárdals 3, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 erindi nr. 2211004, byggingarleyfi fyrir frístundahúsi og bátaskýli að Stóru-Borg syðri, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 erindi nr. 2212005, umsókn um stofnun lóðar úr landi Auðunnarstaða, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6 erindi nr. 2301002, umsókn um byggingarleyfi fyrir vélaskemmu á Faxaslóð 4, afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs um höfnun umsóknarinnar borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fræðsluráð, formaður kynnti.
Fundargerð 233. fundar fræðsluráðs frá 5. janúar sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 240. fundar félagsmálaráðs frá 28. desember sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Landbúnaðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 197. fundar landbúnaðarráðs frá 4. janúar sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6. Ungmennaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 72. fundar ungmennaráðs frá 15. desember sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 4 styrkbeiðni vegna áramótaballs fyrir 7. – 10. bekk.
Afgreiðsla ungmennaráðs samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7. Veituráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 39. fundar frá 10. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8. Húsnæðisáætlun Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun fyrir árin 2023-2032“.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9. Menntastefna Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir fyrirliggjandi menntastefnu Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10. Breyting á samþykkt um stjórn Húnaþings vestra, seinni umræða.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn Húnaþings vestra vegna breyttrar skipan barnaverndarmála frá 1. janúar 2023:
„Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögðu að breytingu á samþykkt um stjórn Húnaþings vestra nr. 588/2019, með síðari breytingum. Fyrri umræða fór fram á 362. fundi sveitarstjórnar þann 22. desember sl.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11. Skýrsla sveitarstjóra.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:18.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?