Oddviti setti fund. Gengið var til dagskrár.
1. Ársreikningur Húnaþings vestra og undirfyrirtækja árið 2022, fyrri umræða.
Kristján Jónasson endurskoðandi KPMG mætti til fundar við sveitarstjórn. Kristján lagði fram og skýrði ársreikninginn ásamt skýrslu um endurskoðun á ársreikningi fyrir árið 2022. Kristján svaraði í framhaldinu fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.
Kristján Jónasson vék af fundi kl. 16:31.
Í framhaldinu lagði oddviti fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2022 til síðari umræðu.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1170. fundar byggðarráðs frá 20. mars sl. Fundargerð í 11 liðum.
Dagskrárliður 2 kæra vegna álagningar fjallskila jarðarinnar Flatnefsstaða.
Lagt fram svar við kærunni sem unnið var af lögmanni sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjóra með þeim úrskurðarorðum að kröfum kæranda um að fella niður fjallskilagjald af jörðinni Flatnefsstöðum fyrir árið 2022 sé hafnað.
Svar við kærunni borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1171. fundar byggðarráðs frá 27. mars sl. Fundargerð í 7 liðum.
Dagskrárliður 2 tilboð í ræstingar skv. útboði.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1172. fundar byggðarráðs frá 3. apríl sl. Fundargerð í 9 liðum.
Þorleifur Karl Eggertsson vék af fundi kl. 16:53 og tók Magnús Magnússon varaoddviti við fundarstjórn.
Dagskrárliður 1 umsókn um lóðina Höfðabraut 36.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Þorleifur Karl Eggertsson kom aftur til fundar kl. 16:54 og tók að nýju við fundarstjórn. Á sama tíma vék Þorgrímur Guðni Björnsson af fundi.
Dagskrárliður 2 útboð aksturs eldri borgara.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Elín Jóna Rósinberg vék af fundi kl. 16:55.
Dagskrárliður 3 útboð skólaaksturs.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Þorgrímur Guðni Björnsson og Elín Jóna Rósinberg komu aftur til fundar kl. 16:56.
Dagskrárliður 4 umsókn um lóðina Lindarveg 16.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 8 tilboð í lagnaefni vatnslagnarinnar frá Hvammstanga að Laugarbakka.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1173. fundar byggðarráðs frá 11. apríl sl. Fundargerð í 3 liðum.
Þorleifur Karl Eggertsson og Magnús Vignir Eðvaldsson véku af fundi kl. 17:00. Magnús Magnússon varaoddviti tók við stjórn fundarins.
Dagskrárliður 2. Ráðning skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
Þorleifur Karl Eggertsson og Magnús Vignir Eðvaldsson komu aftur til fundar kl. 17:03 og tók Þorleifur Karl við stjórn fundarins að nýju.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Skipulags- og umhverfisráð, formaður kynnti.
Fundargerð 355. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 11. apríl sl. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 1 erindi nr. 2303010, breyting á notkun Hvammstangabrautar 10, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 erindi nr. 2303012, umsókn um byggingarleyfi einbýlishúss að Grundartúni 8, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 erindi nr. 2303013, umsókn um byggingarleyfi kjallara að Hlíðarvegi 6, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 erindi nr. 2303011, uppmæling Ytri-Árbakka og Ytri-Árbakka lands, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6 erindi nr. 2303014, stofnun vegsvæðis úr landi Ytri-Kárastaða, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Elín Lilja Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 17:09.
Dagskrárliður 7 erindi nr. 2304002, umsókn um rekstrarleyfi gistiheimilis á Tjörn, borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
Elín Lilja Gunnarsdóttir kom aftur til fundar kl. 17:10.
Dagskrárliður 8 erindi nr. 2211011, tillaga að deiliskipulagi í landi Ósa fyrir svæði hjá Hvítserk, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fræðsluráð, formaður kynnti.
Fundargerð 236. fundar fræðsluráðs frá 30. mars sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 243. fundar félagsmálaráðs frá 29. mars sl. Fundargerð í 6 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Landbúnaðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 200. fundar landbúnaðarráðs frá 5. apríl sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 5. Riða í Miðfjarðarhólfi.
Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókun landbúnaðarráðs þar sem segir:
„Í ljósi riðusmits sem upp kom í Miðfjarðarhólfi nýverið vill landbúnaðarráð leggja áherslu á að ráðist verði í breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001, svo ekki þurfi að slátra fé með verndandi arfgerð gegn riðu komi upp smit. Samhliða þarf að stórauka arfgerðargreiningar á fé til að útrýma eins fljótt og auðið er áhættuarfgerð vegna riðu. Brýnt er að Miðfjarðarhólf ásamt öðrum sýktum svæðum í Húnaþingi vestra verði hér eftir í fyrsta forgangi varðandi kaup á gripum með verndandi arfgerð ásamt því að vera í forgangi við útdeilingu sæðis úr gripum með verndandi arfgerð. Einnig vill ráðið árétta enn og aftur mikilvægi þess að sauðfjárveikivarnarlínum sé viðhaldið með fullnægjandi hætti en á því hefur verið mikill misbrestur vegna skorts á fjármagni. Slíkt viðhald krefst stóraukins fjármagns frá hinu opinbera.“
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Öldungaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 7. fundar öldungaráðs frá 29. mars sl. Fundargerð í 7 liðum.
Dagskrárliður 3 útboð á akstri eldri borgara. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að vísa ósk öldungaráðs um frekari akstursþjónustu fyrir eldri borgara til fjárhagsáætlunargerðar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 álögur fasteigna- og sorpgjalda. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að vísa ábendingu öldungaráðs um hækkun tekjuviðmiða vegna afsláttar á fasteignagjöldum til fjárhagsáætlunargerðar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 erindisbréf öldungaráðs. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að yfirfara erindisbréf öldungaráðs með tilliti til athugasemda ráðsins.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Veituráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 41. fundar veituráðs frá 4. apríl sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. Reglur Barnaverndarþjónustu Mið – Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir reglur Barnaverndarþjónustu Mið – Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11. Reglur um lokastyrki til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli í Húnaþingi vestra 2023.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir reglur um lokastyrki til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli í Húnaþingi vestra 2023 og felur sveitarstjóra að auglýsa styrkina.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12. Skýrsla sveitarstjóra.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:58.