369. fundur

369. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 8. júní 2023 kl. 15:00 Félagsheimilinu Hvammstanga.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Magnússon varaoddviti, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður og Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að taka á dagskrá sem 11. dagskrárlið kosningu byggðarráðs Húnaþings vestra og að 12. dagskrárliður verði skýrsla sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða. Oddviti bauð í framhaldinu gesti velkomna á þennan sérstaka hátíðarfund sveitarstjórnar í tilefni þess að nú í júnímánuði eru 25 ár liðin frá stofnun Húnaþings vestra við sameiningu allra hreppanna 7 í Vestur-Húnavatnssýslu. Gengið var til dagskrár.

1.  Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1177. fundar byggðarráðs frá 15. maí sl. Fundargerð í 13 liðum.
Dagskrárliður 3 umsókn um lóðina Grundartún 2.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7 leigusamningur við Pílufélagið Hvammstanga.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1178. fundar byggðarráðs frá 22. maí sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 2 niðurstaða útboðs á vinnu við vatnslögn frá Hvammstanga að Laugarbakka.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 niðurstaða verðkönnunar vegna snjómoksturs árin 2023 - 2026.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 er varðar skipan aðal- og varamanns í stjórn Byggðasafnsins á Reykjum.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1179. fundar byggðarráðs frá 31. maí sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 2 minnisblað um val á tilboðum í skólaakstur skólaárin 2023/2024 – 2026/2027, leið 2.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1180. fundar byggðarráðs frá 5. júní sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 1 Fífusund 3, sala eignar í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2023.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.  Skipulags- og umhverfisráð, formaður kynnti.
Fundargerð 357. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 1. júní sl. Fundargerð í 3 liðum.
Dagskrárliður 1 erindi nr. 2305049, framkvæmdaleyfi vegna lagningar vatnsveitu frá Hvammstanga að Laugarbakka, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 erindi nr. 2305050, umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám að Grundartúni 13, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir vék af fundi kl. 15:22.
Dagskrárliður 3 erindi nr. 2305051, umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám að Bakkatúni 6, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir kom aftur til fundar kl. 15:23.

3.  Fræðsluráð, formaður kynnti.
Fundargerð 238. fundar fræðsluráðs frá 1. júní sl. Fundargerð í 6 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.  Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 245. fundar félagsmálaráðs frá 31. maí sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.  Veituráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 42. fundar veituráðs frá 6. júní sl. Fundargerð í 3 liðum.
Dagskrárliður 1 úthlutun lokastyrkja til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli í Húnaþingi vestra 2023.
Afgreiðsla veituráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.  Brunarvarnaráætlun Húnaþings vestra fyrir árin 2023 - 2027.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir Brunavarnaráætlun Húnaþings vestra fyrir árin 2023 – 2027.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.  Ráðning slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir ráðningu Vals Freys Halldórssonar í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra til eins árs.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.  Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023 - 2036.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023 -2036 með sömu fyrirvörum og byggðarráð gerir um tímasetningar aðgerða og hlut sveitarfélaga í fjármögnun aðgerðanna vegna skorts á kostnaðargreiningu.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.  Þjónustusamningur um rekstur Byggðasafnsins á Reykjum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir þjónustusamning milli eigenda Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna. Samningurinn gildir frá árinu 2023 og er ótímabundinn, en uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10. Sumarleyfi sveitarstjórnar
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 588/2019 samþykkir sveitarstjórn Húnaþings vestra að fella niður reglulegan fund sveitarstjórnar í júlí vegna sumarleyfis. Á meðan á sumarleyfi sveitarstjórnar stendur fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella, sjá nánar 5. mgr. 32. gr. sömu samþykktar. Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 10. ágúst nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11. Kosning í byggðarráð Húnaþings vestra:
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Byggðarráð til eins árs, aðalmenn:
Magnús Magnússon formaður
Friðrik Már Sigurðsson varaformaður
Magnús Vignir Eðvaldsson
Byggðarráð til eins árs, varamenn:
Sigríður Ólafsdóttir
Elín Lilja Gunnarsdóttir
Þorgrímur Guðni Björnsson.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12. Skýrsla sveitarstjóra.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:48.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?