372. fundur

372. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 12. október 2023 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Magnússon varaoddviti, Sigríður Ólafsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Magnús Vignir Eðvaldsson, Elín Lilja Gunnarsdóttir, Þorgrímur Guðni Björnsson og Elín Jóna Rósinberg.

Starfsmenn

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Oddviti setti fund.
1. Byggðarráð - 1185 - 2310006F
2307023 Beiðni um námsstyrk. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2307024 Beiðni um námsstyrk. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
2. Byggðarráð - 1189 - 2309002F
2309030 - Árshlutauppgjör málefna fatlaðs fólks.
Sveitarstjórn tekur heilshugar undir áhyggjur byggðarráðs af fjármögnun þessa viðkvæma málaflokks og skorar á ríkisvaldið að bæta sveitarfélögunum hallarekstur málaflokksins.
 
2309039 - Sala fasteignarinnar að Lindarvegi 3a.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
3. Byggðarráð - 1190 - 2309004F
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
4. Byggðarráð - 1191 - 2309005F
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
5. Byggðarráð - 1192 - 2310002F
2310035 - Erindi frá Leigufélaginu Bústað hses.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir sölu íbúðanna að Lindarvegi 5A-F til Brákar íbúðarfélags hses.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
6. Skipulags- og umhverfisráð - 361 - 2309006F
6.1 2308057 - Breyting á deiliskipulagi austan Norðurbrautar (2302012)
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6.2 2308058 - Breyting á deiliskipulagi Búlands
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6.3 2305024 - Breyting á deiliskipulagi í landi Melstaðar (Málsnr:2305024)
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6.4 2309093 - Gilsstaðir, Akurbrekka og Þóroddsstaðir, umsókn um afmörkun jarða.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6.5 2309086 - Lyngholt, umsókn um stofnun lóðar.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6.6 2309074 - Kynning Innviðaráðuneytisins á hvítbók um skipulagsmál ásamt umhverfismatsskýrslu.
Sveitarstjórn tekur undir umsögn skipulags- og umhverfisráðs á drögum um hvítbók um skipulagsmál ásamt umhverfismatsskýrslu og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri.
6.7 2310008 - Höfðabraut 32, afmörkun lóðar.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6.8 2310014 - Skarfshóll, umsókn um stofnun lóðar.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6.9 2310015 - Ytri-Vellir, umsókn um stofnun lóðar fyrir dæluhús.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6.10 2310026 - Brekkugata 4, umsókn um byggingarheimild.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
7. Félagsmálaráð - 248 - 2310003F
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
8. Landbúnaðarráð - 203 - 2310004F
2310002 Vetrarveiði á ref veturinn 2023/2024, ósk um kr. 1.200.000 í fjárveitingu árið 2024.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa beiðninni til fjárhagsáætlunarvinnunnar 2024.
 
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
9. Veituráð - 43 - 2309003F
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
10. Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023 - 2310020
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
 
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagðan viðauka sem ekki hefur áhrif á handbært fé.“
 
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
11. Skipan fulltrúa í ungmennaráð 2023 - 2310030
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
 
„Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins í ungmennaráði verði Patrekur Óli Gústafsson og Jenný Dögg Ægisdóttir. Varamenn verði Viktor Ingi Jónsson og Dagrún Sól Barkardóttir.“
 
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
12. Reglur Skagafjarðar um notendasamninga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 382018. - 2309048
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
 
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir reglur Skagafjarðar um notendasamninga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 382018.“
 
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
13. Aukafundur sveitarstjórnar - 2310034
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
 
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að boða til aukafundar sveitarstjórnar þriðjudaginn 24. október nk. Á fundinum verður fjárhagsáætlun ársins 2024, ásamt 3ja ára áætlun fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki lögð fram til fyrri umræðu. Jafnframt verða gjaldskrár teknar fyrir.“
 
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
 
 
 
Fundi slitið kl. 16:46.
Var efnið á síðunni hjálplegt?