Sigríður Ólafsdóttir og Elín Lilja Gunnarsdóttir sátu fundinn í fjarfundi.
Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti setti fund.
1. Breyting á útsvarsprósentu vegna fjármögnunar málefna fatlaðs fólks - 2312028
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar. Tekjuskattsprósenta lækkar til samræmis við það svo ekki er um hækkun á heildarálagningu skattgreiðenda að ræða.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Húnaþings vestra að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Byggðarráð - 1200 - 2312002F
1. 2312019 - Minnisblað um skólaakstur í Helguhvamm.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum
2. 2312024 - fyrirhuguð viðbygging við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum
3. 2312020 - Barnvænt- og heilsueflandi sveitarfélag.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu byggðarráðs með þeirri viðbót að í stýrihópnum taki einnig sæti skólastjórar leik-, grunn- og tónlistarskóla."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð upplesin og samþykkt Fundi slitið kl. 15:29.