376. fundur

376. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 21. desember 2023 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti,
Magnús Magnússon, varaoddviti,
Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður,
Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður,
Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður,
Elín Lilja Gunnarsdóttir, aðalmaður,
Þorgrímur Guðni Björnsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir.
Sigríður Ólafsdóttir og Elín Lilja Gunnarsdóttir sátu fundinn í fjarfundi.
Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti setti fund.
1.  Breyting á útsvarsprósentu vegna fjármögnunar málefna fatlaðs fólks - 2312028
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar. Tekjuskattsprósenta lækkar til samræmis við það svo ekki er um hækkun á heildarálagningu skattgreiðenda að ræða.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Húnaþings vestra að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
2.  Byggðarráð - 1200 - 2312002F
1. 2312019 - Minnisblað um skólaakstur í Helguhvamm.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum
 
2. 2312024 - fyrirhuguð viðbygging við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum
 
3. 2312020 - Barnvænt- og heilsueflandi sveitarfélag.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu byggðarráðs með þeirri viðbót að í stýrihópnum taki einnig sæti skólastjórar leik-, grunn- og tónlistarskóla."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt Fundi slitið kl. 15:29.
Var efnið á síðunni hjálplegt?